Fara í efni

Vinnuafl í ferðaþjónustu

Nánari upplýsingar
Titill Vinnuafl í ferðaþjónustu
Lýsing

Mikil umræða hefur verið undanfarin misseri um ferðaþjónustu og afleiðingar hennar á land og þjóð en í þeirri umræðu hefur lítið farið fyrir málefnum vinnuaflsins. Takmörkuð þekking er fyrir hendi á vinnumarkaði íslenskrar ferðaþjónustu. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á málefnum vinnuaflsins í ferðaþjónustu og litlar upplýsingar eru til um þá sem starfa í atvinnugreininni hér á landi.

Í ljósi þessa fór Stjórnstöð ferðamála þess á leit við RMF vorið 2018 að þróa mælikvarða til þess að meta starfsánægju í ferðaþjónustu á Íslandi en í Vegvísi ferðaþjónustunnar 2015-2020 er tekið fram að eitt af undirmarkmiðum hans er að auka starfsánægju í greininni (Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið & Samtök ferðaþjónustunnar, 2015).

Markmið þessarar skýrslu, sem byggð er á forrannsókn RMF fyrir Stjórnstöð ferðamála, er að veita innsýn í fræðilegar rannsóknir á málefnum vinnuafls í ferðaþjónustu ásamt því að kafa dýpra í rannsóknir á starfsánægju í ferðaþjónustu. Ennfremur að veita innsýn í hvaða upplýsingar liggja fyrir um málefni vinnuafls í ferðaþjónustu hér á landi.

Skýrslan er í fimm köflum:

  • Á eftir inngangi er yfirlit yfir erlendar rannsóknir á störfum í ferðaþjónustu og þeim sem starfa í greininni.
  • Í næsta hluta er farið yfir rannsóknir og rannsóknaraðferðir á starfsánægju í ferðaþjónustu.
  • Fjórði hlutinn er yfirlit yfir töluleg gögn og rannsóknir á starfsfólki og störfum í ferðaþjónustu á Íslandi.
  • Í fimmta og síðasta kaflanum eru helstu niðurstöður dregnar fram.
Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Íris Hrund Halldórsdóttir
Flokkun
Flokkur Menntun og rannsóknir
Útgáfuár 2019
Útgefandi Rannsóknamiðstöð ferðamála
ISBN 978-9935-437-94-5
Leitarorð vinnuafl, atvinna, vinnumarkaður, starfsfólk, starfsmenn,