Fara í efni

Veruleg fjölgun erlendra ferðamanna í haust

Stóðréttir
Stóðréttir

Alls fóru tæplega 58 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð á tímabilinu 1. september til 13. október 2008 en á sama tímabili í fyrra voru þeir um 50 þúsund. Aukningin það sem af er hausti er því um 7300 erlendir gestir eða 14,5%.

Samdráttur er hins vegar í brottförum Íslendinga, en á sama tímabili fóru 46.600 Íslendingar úr landi sem er 9,3% fækkun frá fyrra ári. Talningin er unnin á vegum Ferðamálastofu og nær yfir allar brottfarir og er vinnuafl sem fyrr inn í þeim.

Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá fjölgun frá þeim öllum nema N-Ameríku. Norðurlandabúum fjölgar um 11 prósent, Bretum um tæp 20 prósent og Evrópubúum um 37% og munar þá mestu um 63% aukningu Þjóðverja og 43% aukningu Frakka. Erfitt er að spá fyrir um þróunina á næstunni, en vonir manna standa til að markaðssókn á komandi vikum skili sér í auknum ferðamannafjölda. Nánari skiptingu á gestum má sjá í töflunum hér að neðan og undir liðnum Talnaefni / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Erlendir gestir um Leifsstöð á tímabilinu 1. september - 13. október 2007-2008
  2007 2008 Aukning/ fækkun milli ára (%)
N-Ameríka 6.953 6.744 -3,0
Norðurlönd 15.577 17.316 11,2
Bretland 7.315 8.748 19,6
Evrópa 9.601 13.231 37,8
Annað 10.891 11.609 6,6
Alls 50.337 57.648 14,5
Íslendingar 51.376 46.604 -9,3
  2007 2008 Aukning/ fækkun milli ára (%)
Bandríkin 6.215 4.873 -21,6
Kanada 738 1.871 153,5
Noregur 4.513 5.616 24,4
Danmörk 5.043 5.378 6,6
Svíþjóð 4.599 4.747 3,2
Finnland 1.422 1.575 10,8
Bretland 7.315 8.748 19,6
Þýskaland 3.711 6.060 63,3
Holland 1.772 2.148 21,2
Frakkland 1.412 2.018 42,9
Sviss 586 695 18,6
Spánn 1.239 1.297 4,7
Ítalía 881 1.013 15,0
Pólland 1.700 2.273 33,7
Kína 1.687 648 -61,6
Japan 601 774 28,8
Annað