Fréttir

Viðvörun vegna slæmrar veðurspár

Á morgun, föstudag 24. febrúar, gengur mjög slæmt veður yfir landið. Við viljum biðja ferðaþjónustuaðila að hengja þessa viðvörun upp hjá sér og vera duglega að upplýsa ferðamenn sem þeir eru í samskiptum við um þá hættu sem fylgir ferðalögum á morgun.
Lesa meira

Sveitarfélögin og ferðaþjónustan

Föstudaginn 3. mars nk. stendur Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Sveitarfélögin og ferðaþjónustan“. Markmið málþingsins er að sveitarstjórnarmenn komi saman til þess að ræða málefni ferðaþjónustu og þær áskoranir og tækifæri sem felast í fjölgun ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands. Málþingið hefur jafnframt verið kynnt fyrir fulltrúum ferðaþjónustunnar og öðrum sem láta sig málið varða.
Lesa meira

Áætlanir um fjölda ferðamanna á stöðum og dag hvern

Tvær spurningar sem gjarnan vakna snúa að því hversu margir ferðamenn heimsækja einstaka staði eða landssvæði og hversu margir erlendir ferðamenn eru staddir á landinu dag hvern. Ein aðferð sem hægt er að styðjast við til að svara þessu tvennu er að nota niðurstöður úr ferðavenjukönnunum Ferðamálastofu og bera saman við talningar á fjölda ferðamanna á Keflavíkurflugvelli.
Lesa meira

136.000 ferðamenn í janúar

Tæplega 136 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í janúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 58.400 fleiri en í janúar á síðasta ári. Aukningin nemur 75,3% milli ára. Aldrei hefur mælst jafn mikil aukning í janúar milli ára frá því Ferðamálastofa hóf talningar á Keflavíkurflugvelli en mest hefur hún verið síðustu ár, eða 27,3% 2012-2013, 40,1% 2013-2014, 34,5% 2014-2015 og 23,6% 2015-2016.
Lesa meira

Samið við Epinion um framkvæmd landamærarannsóknar

Ferðamálastofa og Hagstofa Íslands hafa gengið að tilboði Epinion P/S um framkvæmd landamærarannsóknar á Keflavíkurflugvelli. Epinion er eitt af stærstu markaðsrannsóknafyrirtækjum Evrópu og hefur það sérhæft sig í framkvæmd flugvallakannana. Verkefnið var boðið út á vegum Ríkiskaupa á Evrópska efnahagssvæðinu í október síðastliðnum.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur rennur út á miðnætti 22. febrúar. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira

Mountaineers of Iceland með viðurkenningu Vakans

Mountaineers of Iceland hlaut á dögunum viðurkenningu Vakans og bronsmerki í umhverfishluta. Fyrirtækið hefur verið starfrækt síðan 1996 og býður upp á ýmsar ævintýraferðir þar sem megin áherslan er á vélsleðaferðir á Langjökli.
Lesa meira

Niðurstöður úr Sumarkönnun Ferðamálastofu

Niðurstöður liggja fyrir úr könnun meðal erlendra ferðamanna sem Maskína sá um að framkvæma fyrir Ferðamálastofu síðastliðið sumar eða á tímabilinu júní til ágúst. Könnunin kemur í framhaldi af sömu könnun sem framkvæmd var á tímabilinu október 2015 til maí 2016 en niðurstöður úr henni voru kynntar á vef Ferðamálastofu í september síðastliðnum.
Lesa meira

Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ráðhúsinu

Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, 16. janúar kl. 8 en miðstöðin hefur verið starfrækt í Aðalstræti 2 frá árinu 2002. Flutningur Upplýsingamiðstöðvarinnar er liður í því að nýta húsnæði í eigu borgarinnar enn betur og auka þjónustu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Miðstöðin er á jarðhæð Ráðhússins þar sem gönguás liggur í gegnum húsið en hann er hugsaður sem hluti af göngustígakerfi borgarinnar, þar sem almenningur getur komið saman og fylgst með því sem um er að vera í húsinu hverju sinni. Jarðhæð hússins er því tilvalin staðsetning fyrir upplýsingamiðstöðina.
Lesa meira

Nanna Björnsdóttir ráðin í starf lögfræðings

Nanna Björnsdóttir hefur hafið störf hjá Ferðamálastofu í stöðu lögfræðings sem auglýst var í nóvember síðastliðnum
Lesa meira