Fara í efni

Ferðamálaráð

Ferðamálaráð starfar samkvæmt lögum um Ferðamálastofu, nr. 96/2018. Ferðamálaráð er ráðherra til ráðgjafar um langtímastefnumótun og áætlanagerð í ferðamálum.

Ferðamálaráð skal hafa yfirsýn yfir fjölþætt eðli ferðaþjónustunnar og vinna að samræmingu milli greinarinnar og stjórnvalda svo ná megi skilgreindum markmiðum langtímastefnumótunar um framtíðarþróun ferðaþjónustunnar.

Skipan ferðamálaráðs

Ráðherra ferðamála skipar ferðamálaráð en í því eiga sæti formaður og varaformaður sem skipaðir eru án tilnefningar, fulltrúi ráðherra sem fer með fjármál og tekjuöflun ríkisins, fulltrúi ráðherra sem fer með málefni náttúruverndar og sjálfbærni, fulltrúi ráðherra sem fer með málefni samgangna og byggða- og sveitarstjórnarmála, tveir fulltrúar Samtaka ferðaþjónustunnar og tveir fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og skal annar þeirra vera fulltrúi áfangastaðastofa landshlutanna. Skipunartími ferðamálaráðs er fjögur ár en skipunartími formann, varaformanns og ráðherraskipaðra fulltrúa er takmarkaður við embættistíma viðkomandi ráðherra.

Ráðherra hefur skipað ferðamálaráð sem ætlað er að starfa til ársloka 2024. Í ferðamálaráði eiga sæti:

  • Sigrún Elsa Smáradóttir, formaður
  • Arnheiður Jóhannsdóttir, varaformaður
  • Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti
    Varamaður: Hersir Aron Ólafsson
  • Steinar Ingi Kolbeinsson, tilnefndur af umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
  • Sigtryggur Magnason, tilnefndur af innviðaráðuneyti
    Varamaður: Birna Harðardóttir
  • Bjarnheiður Hallsdóttir, tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar
  • Jóhannes Þór Skúlason, tilnefndur af Samtökum ferðaþjónustunnar
  • Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Páll S. Brynjarsson, tilnefndur af Samtökum ferðaþjónustunnar

Ferðamálastjóri og fulltrúi ráðuneytis sem fer með ferðamál sitja fundi ráðsins með málfrelsi og tillögurétt.

Starfsmaður ferðamálaráðs er Alda Þrastardóttir.