Fara í efni

Þróun í aukningu gsitirýmis og fjölgun gistinótta

Ferðamálaráð hefur tekið saman upplýsingar þar sem rakin er sú þróun sem átt hefur sér stað í aukningu gistirýmis og fjölgin gistinótta. Þá eru þessar tölur bornar saman. Byggt er á tölum frá Hagstofunni og tímabilið sem um ræðir eru síðustu 10 ár, þ.e. 1993-2003. Tölur fyrir gistinguna ná fram til síðasta árs þar sem ekki liggur fyrir fyrr en í árslok hver fjöldi gistinótta verður.

Samanburðurinn er settur fram í Excel-skjali, bæði sem tölur og í myndrænu formi. Hver landshluti um sig er tekinn fyrir en einnig höfuðborgarsvæðið og landsbyggðin sér. Fróðlegt er að fylgjast með þróuninni frá ári til árs en eins og tölurnar sýna þá hefur gistirými á landinu öllu meira en tvöfaldast (105,2%) á þessu tímabili, þ.e. farð úr 7.894 rúmum í 14.084 rúm, og gistinóttum fjölgað um rúm 90%, eða úr 661 þúsund árið 1993 í rúmlega 1.260 þúsund á síðasta ári. Áberandi er mikil aukning gistirýmis á síðustu tveimur árum.

Skoða Excel-skjal