Fara í efni

Starf forstöðumanns markaðs-og samskiptasviðs Ferðamálastofu

Menn við foss 2
Menn við foss 2

Ferðamálastofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns markaðs- og samskiptasviðs. Markaðs- og samskiptasvið annast allt kynningar og markaðsstarf Ferðamálastofu bæði innanlands og utan og heyrir forstöðumaður þess beint undir Ferðamálastjóra.

Um er að ræða 100% stöðu og eru laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.

Meðal helstu verkefna

  • Ábyrgð á starfsemi markaðs- og samskiptasviðs
  • Stefnumótun á sviði markaðssetningar ferðaþjónustu
  • Umsjón með gerð og eftirfylgni markaðsáætlunar
  • Ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd markaðsáætlunar
  • Samvinna við aðra aðila sem vinna að markaðssetningu íslenskrar vöru og þjónustu
  • Samskipti við hagsmunaaðila innanlands og utan

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi s.s á sviði ferðamála, viðskipta og markaðsfræða
  • Framhaldsnám í markaðsfræðum æskilegt
  • Reynsla af alþjóðlegu markaðsstarfi
  • Þekking og reynsla af ferðaþjónustu og markaðssetningar hennar æskileg
  • Reynsla á sviði stjórnunar, stefnumótunar og áætlanagerðar
  • Þekking og starfsreynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, önnur tungumálakunnátta æskileg
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Sveigjanleiki og áhugi á að takast á við ný viðfangsefni
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum

Um er að ræða spennandi starf í þágu vaxandi atvinnugreinar. Ferðamálastofa hefur nýverið farið gegnum stefnumótunar- og endurskipulagningarferli og hyggst mæta nýjum viðfangsefnum með frumkvæði, fagmennsku og lipurð að leiðarljósi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri (olof@icetourist.is), en upplýsingar um starfsemi Ferðamálastofu er að finna hér á vefnum.

Umsóknarfrestur er til 13. febrúar 2009 og er óskað eftir því að viðkomandi einstaklingur geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast með tölvupósti til ferðamálastjóra (olof@icetourist.is) eða á skrifstofu Ferðamálastofu, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík og vera merktar starfinu. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.