Fara í efni

Óvissustig Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst að kvöldi til 4. júlí og er enn í gangi.

Gosstöðvarnar eru vinsæll áfangastaður og því talsvert um ferðafólk á svæðinu. Ferðaþjónustufyrirtæki sem skipuleggja ferðir á svæðið eru hvött til að fylgjast sérstaklega vel með þróun mála. Ferðaþjónustuaðilar almennt, s.s. gististaðir, eru beðnir að halda viðskiptavinum sínum upplýstum. Veðurstofa Íslands hefur einnig vakið athygli á því að grjóthrun og skriður geti farið af stað í brattlendi og því er gott að sýna aðgát við brattar hlíðar.

Fylgist með á vef Ríkislögreglustjóra og Safe Travel

Mynd: www.visitreykjanes.is