Fara í efni

Ólöf Ýrr varaformaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs

Vatnajökull - Grímsfjall
Vatnajökull - Grímsfjall

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri hefur verið skipuð varaformaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Alþingi samþykkti lög um stofnun þjógarðsins í mars í fyrra og með honum verður til stærsti þjóðgarður Evrópu, um 13 þúsund ferkílómetrar.

?Ég er afar ánægð með upphefðina, enda sé ég með henni aukna möguleika á að styrkja rödd ferðamála, og þá ekki síst grænnar ferðamennsku, í stjórn og skipulagi þjóðgarðsins. Auk þess er ákjósanlegt að Ferðamálastofa hafi með þessu verið sett í hringiðu þessa stóra máls,? segir Ólöf Ýrr.

Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs felur í sér sameiningu þjóðgarðanna Jökulsárgljúfra og Skaftafells og friðlýsingu alls Vatnajökuls, umfangsmikilla svæða umhverfis jökullinn og norður með Jökulsá á fjöllum, allt til strandar í Öxarfirði. Með öðrum orðum þá nær þjóðgarðurinn frá strönd til strandar. Með því móti er leitast við að sameina í einum þjóðgarði Vatnajökul og helstu áhrifasvæði hans.

Mynd: Skáli Jöklarannsóknafélags Íslands á Grímsfjalli á Vatnajökli.
Ljósmynd: Smári Sigurðsson