Fara í efni

Nám á háskólastigi í hótelstjórnun

Hótelstjórnun
Hótelstjórnun

Í haust hefst nám í hótelstjórnun í Menntaskólanum í Kópavogi. Um er að ræða nám á háskólastigi og er það kennt í samstarfi við César Ritz Collages í Sviss. Verður fyrsta árið af þremur kennt hér á landi og munu nemendur síðan eiga þess kost að ljúka BA-námi sínu í Sviss.

Á heimasíðu MK kemur fram að hér er á ferðinni spennandi námsmöguleiki fyrir nemendur sem lokið hafa iðnnámi í matvælagreinum og/eða stúdentsprófi. Nemendur sem ljúka fyrsta árinu útskrifast með Diplóma í hótel- og veitingarekstri. Innritun stendur yfir. Nánari upplýsingar hjá Baldri Sæmundssyni áfangastjóra í síma 594-4000 eða á bs@mk.is .

Nánar á heimasíðu MK.