Fara í efni

Gengið frá sölu hlutafjár í Icelandair Group

FlugvelIcelandAir
FlugvelIcelandAir

FL Group hefur gengið frá sölu á öllu hlutafé sínu í Icelandair Group. Þrír hópar fjárfesta hafa keypt meirihluta hlutafjár í félaginu eða 50,5% hlut og Glitnir sölutryggir óselt hlutafé í eigu FL Group. Þar af hefur Glitnir þegar ráðstafað, til fjárfesta, starfsfólks og stjórnenda Icelandair Group, allt að 16% hlut. Allt að þriðjungi hlutafjár í Icelandair Group verður boðið til kaups í almennu hlutafjárútboði í umsjón Glitnis.

Icelandair Group er eignarhaldsfélag utan um 12 sjálfstæð rekstrarfélög í flugrekstri og ferðaþjónustu. Starfsmenn félagsins eru 2.700 og velta félagsins á þessu ári er áætluð 54 milljarðar íslenskra króna. Rekstri félagsins er skipt í 3 meginsvið; Áætlunarflug millilanda, leigu- og fraktflug á erlendum mörkuðum og ferðaþjónustu á Íslandi. Meginundirstaða rekstrarins er millilandaflug Icelandair sem byggir á tengiflugi milli Evrópu og Ameríku með megináherslu á Ísland. Félagið flýgur til 22 áfangastaða beggja vegna hafsins og flutti á seinasta ári um eina og hálfa milljón farþega.
Sjá nánar frétt mbl.is