Fara í efni

Fyrirtækjasöfnun vegna Grímsvatnagoss

Í kjölfar gossins í Grímsvötnum hefur verið sett af stað fjársöfnun meðal fyrirtækja til þess að mynda sjóð, er veiti bændum og starfsemi þeirra á svæðinu fjárhagslegan stuðning. Söfnun þessi fer fram í nánu samráði við Samtök atvinnulífsins og hefur verið valin fjögurra manna verkefnisstjórn til að hafa umsjón með söfnuninni, skipuleggja hana og móta reglur. Þessa verkefnisstjórn skipa þau  Guðni Ágústsson, fv. landbúnaðarráðherra og framkvæmdastjóri SAM, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, form. Landssambands sauðfjárbænda ,  Sigurður Loftsson, form. Landssambands kúabænda og Hugrún Hannesdóttir, frá Ferðaþjónustu bænda.

Lesa frétattilkynningu (PDF)