Fara í efni

Fyrirlestur: Greining á horfum og áhrifum aðgerða með þjóðhagslíkani fyrir ferðaþjónustuna

Næsti fyrirlestur Ferðamálastofu um áhugaverð rannsóknarefni í ferðaþjónustu verður haldinn hjá Ferðaklasanum í fundarsalnum Fenjamýri í Grósku, Bjargargötu 1 í Vatnsmýri þriðjudaginn 19. mars 2024, kl. 14:00-15:00. Áhugasamir eru beðnir um að forskrá sig á viðburðinn og hámark er 50 manns. Kynningunni verður einnig streymt beint um netið á Facebook og hún gerð aðgengileg síðar á vefsíðu Ferðamálastofu.

Fyrirlesarar

Dr. Marías Gestsson og Eðvarð Ingi Erlingsson hjá ráðgjafarfyrirtækinu Hagrannsóknum sf. munu kynna og taka raundæmi um hvernig nýsmíðað þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustuna má nýta til greiningar á áhrifum breytinga í lykilforsendum innlendrar ferðaþjónustu og hagkerfisins alls á aðrar helstu stærðir í hagkerfinu og atvinnugreininni. Markmiðið með líkaninu er að bæta greiningu á samspili áhrifaþátta og þar með stefnumótun opinberra aðila og annarra sem hag hafa af slíku. Í auglýsingu Ferðamálastofu um verkefnið haustið 2020 var þetta orðað svo að þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustu skyldi vera tæki til högg- og aðgerðagreininga og hagspáa.

Nokkur dæmi um áhugaverð viðfangsefni þjóðhagslíkans

Í auglýsingu um verkefnið var tekið fram að líkanið ætti að hafa alla venjulega getu þjóðhagslíkana, þ.á.m. til að:

  • Meta áhrif ferðaþjónustunnar á efnahagslífið í heild (þ.e. þjóðhagsstærðir eins og VLF og atvinnustig).
  • Meta áhrif annarra þátta efnahagslífsins (eins og t.d. gengis, verðlags atvinnustigs og skatta) á ferðaþjónustuna.
  • Rekja þjóðhagsleg áhrif breytinga í aðstæðum ferðaþjónustunnar (t.d. högga eins og COVID-19, brottfalls flugfélaga eða ávinnings eins og opnunar stórra flugleiða) á ferðaþjónustuna og efnahagslífið í heild.
  • Rekja áhrif opinberra aðgerða (t.d. uppbyggingar innviða, nýrra gjalda, auglýsingaherferðar o.s.frv.) á ferðaþjónustu og efnahagslífið í heild þannig að unnt sé að velja þær opinberu aðgerðir sem líklegastar eru til að ná þeim markmiðum um ferðaþjónustu sem að er stefnt.
  • Spá fyrir um framlag ferðaþjónustunnar til efnahagslífsins og hagvaxtar í framtíðinni á grundvelli spáa um umsvif í ferðaþjónustu (fjölda ferðamanna o.s.frv.).

Skráning hér að neðan

Skrá fleiri frá sama fyrirtæki/stofnun