Fara í efni

Fríhöfnin hlaut starfsmenntaviðurkenningu SAF

Starfsmenntaviðurkenning Samtaka ferðaþjónustunnar var veitt í sjötta sinn í tengslum við ráðstefnuna "Dag menntunar í ferðaþjónustu", sem haldin var á föstudaginn.

Markviss stefna Fríhafnarinnar

Margar góðar tillögur bárust sem dómnefnd fór yfir og að mat hennar var að Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli skyldi hljóta viðurkenninguna að þessu sinni.

Liggur þar einkum eftirfarandi til grundvallar:

  • Stjórnendur fyrirtækisins leggja mikla áherslu á markvissa stefnu í mannauðsmálum, jafnréttismálum og fræðslumálum starfsmanna sinna 
  • Markviss stefna í símenntun hefur verið hluti af starfsemi Fríhafnarinnar sl. 10 ár og mikill metnaður einkennir fræðslustarfið 
  • Sérstakt fræðsluráð var stofnað og eiga í því sæti starfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins sem hafa þróað námslínu sem hentar starfsfólki Fríhafnarinnar 
  • Skilningur er á mikilvægi þekkingaruppbyggingar og símenntunar starfsfólks og að það sé hluti af innri gildum fyrirtækisins 
  • Markviss nýliðaþjálfun á sér stað en árlega eru ráðnir inn 80-90 sumarstarfsmenn þar sem eldri og reyndari starfsmenn, ásamt stjórnendum sjá um fræðslu nýrra starfsmanna 
  • Stjórnendur Fríhafnarinnar líta á endurmenntun sem lykilatriði í viðhaldi starfsánægju innan fyrirtækisins 
  • Hugað er að vellíðan starfsfólks á vinnustað bæði með námskeiðum af ýmsu tagi auk þess sem nám og þjálfun starfsmanna er metið til launahækkana 

Erindi á vef SAF

Ráðstefnan var annars fjölsótt en umfjöllun um hana og erindi sem flutt voru má nálgast á vef SAF.