Fara í efni

Fl Group boðar miklar skipulagsbreytingar og kaupir Sterling

Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva
Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva

Samningar hafa verið undirritaður um kaup FL Group á danska lággjaldaflugfélaginu Sterling fyrir fyrir um 15 milljarða íslenskra króna, sem mun þó er tengt afkomu næsta árs. Grundvallarbreytingar verða gerðar á uppbyggingu FL Group sem fela m.a. í sér aukningu hlutafjár úr 21 milljarði að markaðsvirði í 65 milljarða. Hannes Smárason verður forstjóri FL Group sem eftir breytinguna mun einbeita sér að fjárfestingarstarfsemi og verður eitt stærsta fjárfestingafélag landsins.

Flug- og ferðaþjónusturekstur verður skilinn frá fjárfestingastarfsemi og honum skipt upp í 4 sjálfstæð félög í eigu FL Group þar sem Sterling verður fjórða félagið.

Icelandair Group
Undir Icelandair Group, heyrir alþjóðlegur flugrekstur, þ.e. Icelandair, Flugleiðir Frakt, Loftleiðir-Icelandic, Tækniþjónustan Keflavíkurflugvelli og Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli. Velta þessara félaga er samtals um 33 milljarðar króna og starfsmannafjöldi um 2000. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, hefur verið ráðinn forstjóri Icelandair Group.

FL Travel Group
Þau fyrirtæki sem annast ferðaþjónustu á Íslandi, þ.e. Flugfélag Íslands, Ferðaskrifstofa Íslands, Flugleiðahótel, Íslandsferðir, Kynnisferðir og Bílaleiga Flugleiða, munu heyra undir FL Travel Group og hefur Þorsteinn Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri hjá FL Group verið ráðinn forstjóri þess. Velta þessara félaga er samtals um 11 milljarðar króna og starfsmannafjöldi um 500.

Flugflutningar
Rekstur Bláfugls og Flugflutninga verður gerður að sjálfstæðu fyrirtæki og þar hefur verið mörkuð stefna um aukinn vöxt í alþjóðlegu fraktflugi. Þórarinn Kjartansson hefur verið ráðinn forstjóri þess félags og samkomulag er um að Einar Ólafsson verði stjórnarformaður.

Sterling fjórða stærst í Evrópu
Sterling verður síðan sem fyrr segir fjórða rekstrarfélagið innan FL Group. Nýlega var Maersk Air sameinað Sterling og er sameinað félag nú fjórða stærsta lágfargjaldaflugfélag Evrópu með um 1.800 starfsmenn. Félagið rekur 30 flugvélar af gerðinni Boeing 737 og er áætlað að félagið flytji á næsta ári um 5,2 milljónir farþega til 46 áfangastaða víðsvegar um Evrópu. Félagið flýgur einkum milli borga í Skandinavíu og Evrópu.

Skýr markmið um vöxt og arðsemi
?Þessar breytingar eru gerðar til að framkalla skarpari áherslu á reksturinn í þessum félögum. Til verða öflug eignarhaldsfélög hvert á sínu sviði með skýr markmið um vöxt og arðsemi undir stjórn frábærra stjórnenda. Skilin eru orðin ennþá skýrari á milli rekstrarfélaga og fjárfestingastarfseminnar en verið hefur,? segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group í fréttatilkynningu frá félaginu.

  • Fréttatilkynning FL Group í heild