Fara í efni

Fjölgun ferðamanna á Íslandi ein sú mesta í Evrópu

Samkvæmt upplýsingum WTO (Alþjóðaferðamálaráðsins) þá fækkaði ferðamönnum árið 2003 um 1,2 % miðað við árið 2002. Hins vegar fjölgaði ferðamönnum sem heimsóttu Evrópulönd alls um 0,4% og er Ísland meðal þeirra landa sem nær bestum árangri.

Samtals heimsóttu 401,5 milljón ferðamanna Evrópulönd á síðasta ári. Skiptingin á milli einstakra hluta álfunnar var þannig að 147 milljónir ferðamanna heimsóttu Suður-Evrópu og Miðjarðarhafslönd sem er ámóta fjöldi og árið áður, til ríkja Vestur-Evrópu komu 139,1 milljón sem er samdráttur upp á 1,4%, 47,1 milljón heimsótti Norður Evrópu sem er aukning um 1,5% en til Mið- og Austur-Evrópu fjölgaði ferðamönnum um 4,7%, voru 68,3 milljónir á síðasta ári.

Ísland í 3. sæti
Fróðlegt er að skoða upplýsingar sem ETC (Ferðamálaráð Evrópu) hefur gefið út um ferðalög til landa í samtökunum. Séu tölurnar greindar niður á einstök ríki kemur í ljós að hlutfallslega hafa aðeins 2 lönd náð betri árangri en Ísland í að auka fjölda gesta til landsins. Þetta eru Búlagaría með 18% aukningu og Rúmenía með 14%. Nánar má sjá niðurstöðurnar á meðfylgjandi myndum.

Fjöldi ferðamanna til Evrópu 2003
Fjöldi ferðamanna frá Þýskalandi 2003
Fjöldi ferðamanna frá Bretlandi 2003
Fjöldi ferðamanna frá Bandaríkjunum 2003