Fara í efni

Fjöldi ferðamanna í maí

Talningar maí 11
Talningar maí 11

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 37.212 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í maí síðastliðnum og er um að ræða einn af fjölmennustu maímánuðum frá upphafi talninga. Fjöldi ferðamanna hefur þrívegis áður verið um og yfir 35 þúsund í maí eða árin 2007, 2008 og 2009.

Gosið í Eyjafjallajökli hefur áhrif á samanburð
Þegar bornar eru saman tölur frá maí í fyrra þarf að hafa í huga að þá hafði gosið í Eyjafjallajökli veruleg áhrif á umferð til og frá landinu. Því eru sveiflur miklar á milli ára. Um er að ræða 31,5% aukningu ferðamanna frá því í maí á síðasta ári, en að meðtöldum 1.300 brottförum í maí í fyrra um Akureyrarflugvöll er aukningin 25,7%. Gosið í Grímsvötnum virðist hins vegar ekki hafa haft umtalsverð áhrif á flugsamgöngur til og frá landinu.

Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í maí frá Bandaríkjunum (13,8%), Noregi (12,3%), Danmörku (9,2%), Bretlandi (9,1%), Þýskalandi (8,2%) og Svíþjóð (7,9%). Samanlagt voru Norðurlandabúar um þriðjungur ferðamanna í maí.

Umferðin frá áramótum
Alls hafa 141 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu það sem af er ári eða 24.400 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Að viðbættum 2.300 brottförum erlendra gesta í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll í apríl og maí á árinu 2010 nemur fjölgunin 18,6%. Aukning er frá öllum mörkuðum, langmest frá N-Ameríku eða 46,2%. Þar næst kemur Mið- og Suður Evrópa með 26,8% aukningu og í þriðja sæti koma Norðurlöndin með tæplega 27% aukningu. Aukning frá Bretlandi mælist minni eða tæp 8% og um 11% frá löndum sem talin eru sameiginlega og flokkast undir ,,annað“.

Brottfarir Íslendinga
Brottförum Íslendinga fjölgaði um þriðjung í maí frá því í fyrra, voru um 31 þúsund í ár en um 23 þúsund í fyrra. Brottförum Íslendinga frá áramótum hefur fjölgað um tæplega fjórðung í samanburði við sama tímabil árið 2010.

Mesti háannatími ferðaþjónustunnar fer í hönd
Framundan eru stærstu ferðamannamánuðir ársins. Talsverðar væntingar eru til sumarsins og er talið að met verði slegið í komum erlendra ferðamanna til landsins. Ísland hefur fengið mikla umfjöllun í tengslum við gosið í Grímsvötnum, sem að lang mestu leyti virðist ætla að skila sér á jákvæðan hátt fyrir ferðaþjónustuna.

Hér að neðan má sjá nánari skiptingu úr talningum Ferðamálastofu eftir þjóðerni og markaðssvæðum. 

Maí eftir þjóðernum Janúar - maí eftir þjóðernum
      Breyting milli ára       Breyting milli ára
  2010 2011 Fjöldi (%)   2010 2011 Fjöldi (%)
Bandaríkin 3.470 5.117 1.647 47,5   Bandaríkin 12.885 17.954 5.069 39,3
Bretland 3.137 3.375 238 7,6   Bretland 25.395 27.375 1.980 7,8
Danmörk 2.841 3.436 595 20,9   Danmörk 9.736 11.916 2.180 22,4
Finnland 842 1.248 406 48,2   Finnland 2.841 3.195 354 12,5
Frakkland 1.457 1.737 280 19,2   Frakkland 5.882 7.874 1.992 33,9
Holland 1.467 1.939 472 32,2   Holland 4.984 6.013 1.029 20,6
Ítalía 299 404 105 35,1   Ítalía 1.205 1.495 290 24,1
Japan 184 260 76 41,3   Japan 2.655 2.624 -31 -1,2
Kanada 887 1.443 556 62,7   Kanada 1.859 3.600 1.741 93,7
Kína 269 651 382 142,0   Kína 1.026 1.710 684 66,7
Noregur 3.141 4.560 1.419 45,2   Noregur 10.808 13.162 2.354 21,8
Pólland 772 1.392 620 80,3   Pólland 2.962 3.748 786 26,5
Rússland 111