Fara í efni

Ferðaþjónusta og skemmtiferðaskipin - Kynningarfundur

Kynningarfundur Ferðamálastofu um helstu málefni skemmtiferðaskipa sem hluta af íslenskri ferðaþjónustu

Hvenær: Miðvikudaginn 6. desember 2023 kl. 14 – 16
Hvar: 
Í fundarsalnum Fenjamýri á jarðhæð Grósku hugmyndahúss, Bjargargötu 1 í Vatnsmýri og beinu streymi

Ferðamálastofa í samstarfi við Íslenska ferðaklasann boðar til kynningarfundar á helstu málefnum skemmtiferðaskipa sem hluta af íslenskri ferðaþjónustu

Fundarstjóri: Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri

Skráning á fundinn

Dagskrá:

Kl. 14.00 – 14.10

Ferðamálastjóri setur fundinn og reifar efni hans

Kl. 14.10 – 14.35

Útgjöld farþega skemmtiferðaskipa í Reykjavíkurhöfn í landi og aðrar meginniðurstöður könnunar sumarið 2023 – Rannsóknamiðstöð ferðamála, Þórný Barðadóttir

Kl. 14.35 – 15.00

Núll og nix eða myndarleg búbót? Tekjur lykilaðila af þjónustu við skemmtiferðaskip – Ferðamálastofa, Jóhann Viðar Ívarsson

Kl. 15.00 – 15.10

Kaffihlé

Kl. 15.10 – 15.30

Upplifun og viðhorf heimamanna til skemmtiferðaskipa á Akureyri, Ísafirði og í Reykjavík: Könnun sumarið 2023 – Rannsóknamiðstöð ferðamála, Eyrún Jenný Bjarnadóttir

Kl. 15.30 – 16.00

Bleiki fíllinn í stofunni: Mengun af skemmtiferðaskipum í íslenskri landhelgi – Hagstofa Íslands, Þorsteinn Aðalsteinsson

Skráning á fundinn

Beint streymi verður á síðu viðburðarins á Facebook

Ljósmynd: Ursula Drake á Unsplash