Fara í efni

Ferðamálastofa á Framadögum

Ferðamálastofa tekur í dag þátt í Framadögum háskólanna, sem haldnir eru í Háskólanum í Reykjavík. Verið velkomin að kíkja við hjá okkur á svæði B18 (2. hæð) þar sem við deilum rými með fleiri öflugum stofnunum.

Framadagar er árlegur viðburður í háskólalífinu þar sem nokkur af helstu fyrirtækjum landsins kynna starfsemi sína fyrir háskólanemendum. AIESEC stúdentasamtökin skipuleggja Framadaga á hverju ári. Markmið Framadaga er að háskólanemar geti kynnt sér fyrirtæki og aukið þar með líkur á sumarvinnu, framtíðarstarfi eða verkefnavinnu fyrir fyrirtæki. Sömuleiðis að fyrirtæki kynnist mögulegum starfsmönnum hvort sem er sumarstarfsmönnum eða framtíðarstarfsmönnum.

Framadagar 2016 dagskrá