Fara í efni

Endurskoðuð útgáfa gæða- og umhverfisviðmiða Vakans fyrir gistingu

Ný og endurbætt útgáfa gæða- og umhverfisviðmiða Vakans, fyrir gistingu, hefur nú tekið gildi. Er þetta fjórða útgáfa viðmiðanna. 

Um er að ræða almenn gæðaviðmið svo og sértæk gæðaviðmið fyrir hvern gistiflokk sem eru alls fimm talsins; hótel, gistiheimili, hostel, orlofshús og íbúðir og tjaldsvæði.

Þess má geta að gæðaviðmið Vakans fyrir hótel byggja á gæðaviðmiðum frá evrópska Hotelstars kerfinu. Um 20 Evrópulönd nota þessa samræmdu stjörnuflokkun í dag.

Á leið til sjálfbærrar ferðaþjónustu

Alveg frá upphafi hefur markmið Vakans verið að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu á Íslandi og er áhersla á sjálfbærni alltumlykjandi. Vert er að minna á gátlistinn Á leið til sjálfbærrar ferðaþjónustu sem er eitt af hjálpargögnum Vakans. Í honum má finna rúmlega 100 hugmyndir um aðgerðir sem fyrirtæki geta gripið til á leið til sjálfbærrar ferðaþjónustu. Eru forsvarsmenn gististaða svo og aðrir ferðaþjónustuaðilar eindregið hvattir til nýta sér þetta góða verkfæri til að setja sér markmið í átt að sjálfbærari ferðaþjónustu.

Sjá gæðaviðmið fyrir gistingu.

Þessi nýja útgáfa gæða- og umhverfisviðmiðanna verður í boði í enskri þýðingu, á enska hluta vefsíðunnar, síðar á þessu ári.

 

Mynd: Febrian Zakaria á Unsplash