Fara í efni

Elding Hvalaskoðun fær Green Globe vottun

lógo elding hvalaskoðun
lógo elding hvalaskoðun

Fyrr í mánuðinum fékk Elding Hvalaskoðun í Reykjavík fulla  Green Globe 21 umhverfisvottun. Unnið hafði verðið að þessu  markmiði síðastliðin tvö ár og áður var fyrirtækið búið að fá Bláfánann svokallaða.

?Við siglum í villtri náttúru og okkur hefur ávallt fundist mikilvægt að reyna að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið okkar. Umhverfisvottun snýst ekki einungis um umhverfismál, heldur tekur það ferli einnig til þátta eins og siðferðis, sanngjarnra viðskiptahátta og félagslegrar ábyrgðar og mótar fyrirtækið sér þ.a.l. heildstæða stefnu í átt til sjálfbærrar þróunar. Við teljum tvímælalaust að umhverfisvottun sé árangursríkt stýritæki fyrir fyrirtækið, bæði á sjó sem og á landi.

Að okkar mati er það ávinningur fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki að tileinka sér umhverfisstefnu í rekstri sínum mati og getur það gegnt lykilhlutverki í sjálfbærri uppbyggingu til framtíðar í íslenskri ferðamennsku.  Það að tileinka sér umhverfisvottun í ferðaþjónustu getur skapað aukin sóknarfæri þar sem fyrirtæki í greininni geta styrkt ímynd sína, bætt samkeppnistöðu í því markaðsumhverfi sem þau starfa og þetta er í leiðinni ákveðinn gæðastimpill til neytandans, í okkar tilviki ferðamannsins. Við teljum því  að umhverfisvottun sé árangursríkt tæki til að vinna eftir . Í fyrsta lagi er náttúran helsta aðdráttarafl sem ferðaþjónusta á Íslandi byggist á, það hlýtur því að vera ávinningur fyrir alla að vel sé haldið utan um þá auðlind. Í öðru lagi felur umhverfisstjórnun í sér ákveðna sjálfbærni og getur því verið hvati á sitt nánasta umhverfi og rennt styrkari stoðum undir atvinnulíf á svæðinu,? segir í frétt frá Eldingu.