Fara í efni

Átta þúsund fleiri ferðamenn í maí

Ferðamenn maí 2002-2012
Ferðamenn maí 2002-2012

Um 45 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Leifsstöð í nýliðnum maímánuði eða um átta þúsund fleiri en í maí 2011.

Aukningin 21,5% milli ára
Ferðamenn í maí voru 21,5% fleiri en í maí í fyrra. Á því ellefu ára tímabili sem Ferðamálastofa hefur talið ferðamenn í Leifsstöð hefur aukningin verið að jafnaði 10,1% milli ára í maímánuði eins og sjá má í töflunni hér til hliðar.

74% ferðamanna af níu þjóðernum
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í maí frá Bandaríkjunum eða 16,5% af heildarfjölda. Næstfjölmennastir voru Norðmenn (10,6%), Bretar (9,6%) og Þjóðverjar (8,9%). Þar á eftir komu Svíar (7,8%), Danir (6,6%), Frakkar (5,1%), Hollendingar (4,7%) og Kanadamenn (3,9%). Samtals voru þessar níu þjóðir 73,7% af heildarfjölda ferðamanna í maí.

Fjölgun frá öllum markaðssvæðum
Umtalsverð fjölgun var frá öllum markaðssvæðum nema Norðurlöndunum. Þannig fjölgaði N-Ameríkönum um 40,5%, Bretum um 28,9%, Mið- og S-Evrópubúum um 23,3% og þeim sem komu frá löndum sem eru flokkuð undir annað um 29,2%.

Ferðamönnum hefur fjölgað um 20,7% frá áramótum
Frá áramótum hafa 170.560 erlendir ferðamenn farið frá landinu sem er 20,7% aukning frá árinu áður. Bretum hefur fjölgað um 43,8%, N-Ameríkönum um 31,6% og ferðamönnum frá löndum sem flokkast undir ,,annað” um 23,9%. Brottförum Norðurlandabúa hefur hins vegar fjölgað mun minna eða um 6,7% og sama má segja um brottfarir Mið- og S-Evrópubúa sem hefur fjölgað um 7,2% milli ára 2010 til 2011.

Utanferðir Íslendinga
Svipaður fjöldi Íslendinga fór utan í maí nýliðnum og í maí í fyrra eða um 31 þúsund. Frá áramótum hafa um 131 þúsund Íslendingar farið utan, ríflega sex þúsund fleiri en á sama tímabili árið 2011. Aukningin nemur 5,1% milli ára.

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni / Ferðamannatalningar hér á vefnum.
Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is

Maí eftir þjóðernum Janúar - maí eftir þjóðernum
      Breyting milli ára       Breyting milli ára
  2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%)
Bandaríkin 5.117 7.469 2.352 46,0   Bandaríkin 17.954 24.225 6.271 34,9
Bretland 3.375 4.352 977 28,9   Bretland 27.375 39.374 11.999 43,8
Danmörk 3.436 2.981 -455 -13,2   Danmörk 11.916 11.771 -145 -1,2
Finnland 1.248 1.381 133 10,7   Finnland 3.195 3.853 658 20,6
Frakkland 1.737 2.314 577 33,2   Frakkland 7.874 8.997 1.123 14,3
Holland 1.939 2.119 180 9,3   Holland 6.013 6.299 286 4,8
Ítalía 404 421 17 4,2   Ítalía 1.495 1.561 66 4,4
Japan 260 356 96 36,9   Japan 2.624 3.809 1.185 45,2
Kanada 1.443 1.746 303 21,0   Kanada 3.600 4.140 540 15,0
Kína 651 798 147 22,6   Kína 1.710 2.596 886 51,8
Noregur 4.560 4.795 235 5,2   Noregur 13.162 15.495 2.333 17,7
Pólland 1.392 1.359 -33 -2,4   Pólland 3.748 3.625 -123 -3,3
Rússland