Fara í efni

Áhrifaþættir á þróun ferðaþjónustu í Evrópu

Ferðamenn
Ferðamenn

Ferðamálaráð Evrópu (ETC) hefur í samvinnu við ETAG  unnið skýrslu undir heitinu ?Tourism Trends for Europe?.

Eins og öllum er ljóst hefur ferðaþjónusta í heiminum tekið miklum breytingum á  tiltölulega fáum árum. Fjölmargir þættir hafa valdið þeim breytingum. Í  skýrslunni er því litið til þess hvaða þættir gætu haft mest áhrif á þróunina næstu 5-10 árin og  tilgangurinn með því að benda á þá  er að benda ferðaþjónustuaðilum á líklegar breytingar svo hægt sé að bregðast við og nýta sér þær.

Magnús Oddsson ferðamálastjóri, sem er fulltrúi Íslands í ETC, segir að þegar skýrslan sé  skoðuð veki  fyrst athygli hve gert sé ráð fyrir að  hærri meðalaldur fólks á mörkuðunum og aukinni getu og áhuga þessa eldri hóps til að ferðast hafi mikil áhrif á þróunina í Evrópu.
?Spurning er hve vel  hér á landi hefur verið hugað að þessum  stóra hóp næstu ára þegar litið er til vöruþróunar og fleiri þátta,? segir Magnús.

Þá eru í skýrslunni farið yfir breytingar sem verða með opnun nýrra markaða. Fjallað er um hvernig gera má ráð fyrir að  rafrænar dreifileiðir og söluleiðir breyti  enn frekar en nú er kauphegðun fólks og í reynd allri ferðahegðun. ? Við hljótum að skoða þessa áhrifaþætti og líta á allar þessar breytingar sem tækifæri sem greinin geti nýtt  til aukinna umsvifa og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu á næstu árum?, segir Magnús Oddsson

Skýrslan í heild - ?Tourism Trends for Europe?