Fara í efni

Á slóðum bókanna

Þórbergssetur
Þórbergssetur

Málþing á vegum Þórbergsseturs, Háskólseturs Hornafjarðar og Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum verður haldið í Þórbergssetri dagana 22. – 23. október næstkomandi. Markmið með málþinginu er að vekja athygli á því hvernig hægt er að gera bókmenntaarfinn og nútímabókmenntir að aflvaka nýrra tækifæra í ferðaþjónustu á Íslandi.
 
Á þinginu fer fram samræða á milli forystumanna í samtökum ferðaþjónustu, rekstraraðila í ferðaþjónustu, menningarfræðinga, rithöfunda og bókmenntafræðinga. Vonir standa til að hægt verði að segja fréttir af bókamessunni í Frankfurt sem þá er nýlokið.
 
Málþing í Þórbergssetri eru árlegur viðburður. Þar er ævinlega reynt að blanda saman skemmtun, fróðleik, útiveru og notalegri samveru. Svo verður einnig nú og fyrirlesara lofa skemmtilegri dagskrá þar sem  persónur sagnanna  birtast ljóslifandi og náttúruskoðun fær á sig skáldsagnakenndan blæ.
 
Dagskrá

      Laugardaginn 22. október.
15:00 Málþingið sett
15:15 Ávarp;  Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri
15:30 Bókmenntir á aðventu: Skúli Björn Gunnarsson Gunnarsstofnun
16:00 Orðsins list: Saga og sögur Guðrún Helgadóttir Háskólanum á Hólum
16:30 Umræður,
17:00 Erindi
17:30 Skoðunarferð um Þórbergssetur
19:00 Kvöldverður
20:30 Kvöldstund í Þórbergssetri
 
     Sunnudaginn 23. október
9:00    Morgunhressing og morgunganga meðal steinanna, sem tala.
10:15 Á slóðum Guðríðar og Hallgríms: Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur
10:45 Veruleiki skáldskaparins Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur Háskólasetur Hornafjarðar
11:15 Fræðandi ferðalög, upplifun, skilningur eða skemmtun; Þorvarður Árnason Háskólasetur  
11:45 Að búa í heimi skáldævisögunnar; Þorbjörg Arnórsdóttir Þórbergssetur
12:10 Umræður
12:40 Hádegisverður og málþingslok

Málþingsgjald er  kr 7000, innifalið kaffi, kvöldverður og hádegisverður
Bókanir á  netfangið hali@hali.is

Mynd: Þórbergssetur - www.hali.is