Fara í efni

Markaðssókn á fjarmörkuðum árið 2017 - áhugakönnun

Íslandsstofa undirbýr þátttöku í ýmsum vinnustofum og ferðasýningum á fjarmörkuðum árið 2017. Nauðsynlegt er að huga að skipulagningu vel fram í tímann. Við auglýsum því eftir fyrirtækjum sem vilja taka þátt í eftirfarandi viðburðum.

Rússland - mars 2017
Vinnustofa í Moskvu 23. mars haldin í samvinnu við Sendiráð Íslands í Moskvu.
Markmiðið er að viðhalda tengslum við ferðasöluaðila á rússneska markaðinum og kanna möguleika á auknu MICE samstarfi.

Kórea og Kína - maí 2017
Vinnustofur í Seúl í Suður-Kóreu 5. maí og kínversku borgunum Hong Kong 8. maí, Shenzhen 9. maí og Guangzhou 10. maí. Um er að ræða áframhaldandi tengslamyndun við ferðasöluaðila á þessum svæðum með tilheyrandi Íslandskynningum og B2B fundum.

Japan - september 2017
JATA ferðakaupstefnan í Tókýó 21.- 24. september. Íslandsbás verður settur upp á sýningunni ef næg þátttaka er fyrir hendi.

Singapore - október 2017
ITB-Asia ferðakaupstefnan 18.- 20. október. Íslandsbás verður settur upp á sýningunni ef næg þátttaka er fyrir hendi.

Indland - nóvember 2017
Vinnustofur í Mumbai, Chennai og Hyderabad dagana 21.- 23. nóvember.
Um er að ræða áframhaldandi tengslamyndun við ferðasöluaðila á þessum svæðum með tilheyrandi Íslandskynningum og B2B fundum.

Mikilvægt er að fá svör sem allra fyrst, sérstaklega svo hægt sé að tryggja góða staðsetningu fyrir þjóðarbás Íslands á sýningunum.

Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Þorleif Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000 fyrir 15. desember nk.