Fara í efni

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra

Ferðamálasamtök Norðurlands eystra boða til aðalfundar þann 1. júní 2016 kl 10:30-12. Fundurinn er haldinn á Hótel KEA, Akureyri.
Fundarstjóri er Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu.

Dagskrá aðalfundar skv lögum:
1. Skýrsla stjórnar
2. Afgreiðsla ársreiknings
3. Afgreiðsla fjárhagsáætlunar
4. Lagabreytingar
5. Stjórnarkjör
a) formaður
b) tveir aðalmenn í stjórn og þrír til vara
6. Kjör skoðunarmanna reikninga
7. Önnur mál

Stjórnarmenn eru kosnir á aðalfundi félagsins. Stjórn samtakanna er skipuð þremur mönnum, formanni, ritara og gjaldkera og þremur til vara. Kjörtímabil stjórnar eru tvö ár.

Skipan stjórnarinnar skal vera með þeim hætti, að Eyjafjarðarsvæðið og Þingeyjarsýslur skipa til skiptis, eitt kjörtímabil í senn, tvo stjórnarmenn og hitt svæðið einn. Sama gildir um varamenn. Formaður skal vera á því svæðinu er skipar tvo stjórnarmenn. Stjórnin skiptir með sér verkum.

Stjórnin leggur fram breytingartillögu á þriðju grein þannig að formaður samtakanna er ávallt framkvæmdastjóri Ferðamálasamtakana.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Karl Jónsson, Formaður, í síma 860-4919