Fara í efni

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki

Holtasóley, þjóðarblóm Íslendinga.
Holtasóley, þjóðarblóm Íslendinga.

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, til uppbyggingar á ferðamananstöðum árið 2015. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 15. október 2014.

Verkefni verða að uppfylla amk. eitt af eftirfarandi skilyrðum

  1. Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum.
  2. Verkefnið er til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila.
  3. Verkefnið er til undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna framkvæmda á ferðamannastöðum eða á náttúruverndarsvæðum.

Áherslur og ábendingar til umsækjenda

  1. Framkvæmdasjóðurinn leggur sérstaka áherslu á verkefni þar sem horft er til heildarmyndar ferðamannastaða og ferðamannaleiða.
  2. Framlög til einkaaðila eru háð því skilyrði að um sé að ræða ferðamannastaði sem eru opnir almenningi.
  3. Að jafnaði getur styrkur ekki numið hærri upphæð en 50% af kostnaði.
  4. Við yfirferð umsókna er tekið mið af gæðum og trúverðugleika umsókna, mikilvægi verkefnis m.t.t. markmiða Framkvæmdasjóðsins og Ferðamálaáætlunar 2011-2020, sjálfbærnisjónarmiða, nýnæmis o.fl.
  5. Áherslur Framkvæmdasjóðsins er varða skipulag og hönnun, útlit og gæði mannvirkja og merkinga koma m.a. fram í:

Allar umsóknir skulu innihalda:

a. Verkefnislýsingu sem lýsir hugmyndinni með rökstuddum og skýrum hætti.
b. Kostnaðar- og verkáætlun á sérstöku eyðublaði sem er aðgengilegt hér að neðan
kostnadaraetlun_2014.xls
c. Ef sótt er um styrk fyrir byggingu mannvirkja eða til annarra framkvæmda þá verður deiliskipulag,
fullnaðarhönnun og framkvæmdaleyfi að liggja fyrir.
d. Ef sótt er um styrk til skipulags- og hönnunarvinnu eða undirbúningsrannsókna þá verður að fylgja
skriflegt samþykki sveitarstjórnar og/eða skipulagsfulltrúa viðkomandi sveitarfélags.
e. Skriflegt samþykki allra landeigenda og/eða umsjónaraðila.

Námskeið fyrir umsækjendur

Jafnframt vekur sjóðurinn athygli umsækjenda á námskeiðum sem haldin verða til að leiðbeina umsækjendum gegnum umsóknarferlið. Námskeið verða haldin á eftirtöldum stöðum:

Akureyri 24. september kl. 9-11 - Skráning
Reykjavík 30. september kl. 13-15 - Skráning

Hér er hægt að kynna sér glærur og upptökur frá síðustu námskeiðum.

Hverjir geta sótt um?

Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum ofangreindum skilyrðum.

Hvar ber að sækja um

Umsóknir um styrki úr sjóðnum skal skila með rafrænum hætti á eyðublaði sem er aðgengilegt hér að neðan og á því er að finna nánari upplýsingar um umsóknaferlið.

  • Opna umsókn

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, 15. október 2014. Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar.
(Ath. að umsóknarfrestur var framlengdur um einn dag m.v. upphaflega auglýsingu)

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Björn Jóhannsson umhverfisstjóri Ferðamálastofu í síma 535-5500 eða með tölvupósti: bjorn@ferdamalastofa.is

Styrkauglýsing til útprentunar