Dagsferð eða samtengd ferðatilhögun

Þetta er líklega dagsferð.

Til að setja saman, bjóða fram og selja dagsferðir, þarf leyfi frá Ferðamálastofu sem ferðasali dagsferða.
Nánari upplýsingar um leyfi og umsóknarferli er að finna á heimasíðu Ferðamálastofu.

ATH! Ef þú býður ferðamanninum að bæta við annarri ferðatengdri þjónustuveitanda frá öðrum þjónustuveitanda vegna sömu ferðar og þau kaup eru gerð inna 24 klst. frá fyrstu kaupum er um samtengda ferðatilhögun að ræða.

Til að setja saman, bjóða fram og selja samtengda ferðatilhögun, þarf ferðaskirfstofuleyfi frá Ferðamálastofu.
Nánari upplýsingar um leyfi og umsóknarferli er að finna á heimasíðu Ferðamálastofu.

 

Mögulega þarf önnur leyfi vegna starfseminnar, mikilvægt er að ganga úr skugga um að þau séu til staðar.

  • Samgöngustofa sér um útgáfu leyfa varðandi fólksflutninga hvort sem er á landi, í lofti eða á sjó, ám og vötnum.

  • Sýslumenn sjá um útgáfu leyfa fyrir veitinga- og gististaði.

  • Heilbrigðiseftirlit gefa út rekstrarleyfi fyrir hestaferðir og ber að tilkynna slíka starfsemi til Matvælastofnunar (MAST).

  • Einnig veita heilbrigðiseftirlit starfsleyfi fyrir gististaði (þar með talin tjaldsvæði), veitingastaði og almenningssalerni.

  • Umhverfisstofnun veitir leyfi vegna aksturs utan vega,  framkvæmda innan friðlanda, ljósmynda- og kvikmyndatöku á svæðum sem heyra undir UST, hreindýraveiða og fuglaveiða

  • Lögreglustjórar veita m.a. skotvopnaleyfi og leyfi fyrir fallhlífastökki

  • Fiskistofa veitir leyfi vegna frístundaveiða

 

Næsta