Fara í efni

Ferðavenjur Íslendinga um Norðurland að vetri

Nánari upplýsingar
Titill Ferðavenjur Íslendinga um Norðurland að vetri
Lýsing Rannsóknamiðstöð ferðamála kannaði í samvinnu við Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Akureyrarstofu, Sveitarfélagið Skagafjörð og Vetraríþróttamiðstöð Íslands ferðavenjur Íslendinga og hver samsetning ferðamannanna er yfir vetrartímann með áherslu á Norðurland sem áfangastað. Fáar rannsóknir hafa sérstaklega miðast við að kanna ferðavenjur Íslendinga að vetri til og einstök svæði hafa ekki verið skoðuð sérstaklega líkt. Rannsóknin byggir á könnun sem Rannsóknamiðstöð ferðamála hafði umsjón með. Könnunin er liður í stærri áætlun Rannsóknamiðstöðvarinnar um rannsóknir á ferðavenjum Íslendinga. Vinnan er unnin í samráði við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á svæðinu með það að markmiði að fá fram sjónarmið sem flestra svo að hægt verði að vinna með niðurstöðurnar í þeirra þágu. Í skýrslunni er greint frá rannsókninni og niðurstöðum könnunarinnar sem var símakönnun. Voru lagðar spurningar fyrir Íslendinga sem var ætlað að meta ferða- og neysluvenjur íslenskra ferðamanna á Norðurlandi að vetri til.
Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Eyrún Jenný Bjarnadóttir
Flokkun
Flokkur Ferðavenjur
Útgáfuár 2008
Útgefandi Rannsóknamiðstöð ferðamála
ISBN 978-9979-834-68
Leitarorð Rannsóknamiðstöð ferðamála, Norðurland, ferðavenjur, ferðavenjur Íslendinga, Akureyri, vetur, vetrarferðir, vetrarferðamennska, lágönn, skíði, hlíðarfjall, dalvík, ólafsfjörður, siglufjörður, fjallabyggð, dalvíkurbyggð, skagafjörður, tindastóll, skarðsdalur