Vakinn

Vakinn gæða og umhverfiskerfiGæða- og umhverfiskerfið VAKINN

Ferðamálastofa leiðir vinnu við uppbyggingu heilstæðra gæða- og umhverfisviðmiða fyrir íslenska ferðaþjónustu. Nefnist kerfið VAKINN. 

Samstarf greinarinnar

Gæða- og umhverfisverkefnið er unnið í náinni samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálasamtök Íslands og Nýsköpunarmiðstöð, enda mikilvægt að breið samstaða skapist um þennan málaflokk.

Byggt á reynslu annara

VAKINN er að grunni til byggður á kerfi sem unnið er eftir í ferðaþjónustu á Nýja-Sjálandi og kallast Qualmark. Mikil vinna hefur verið lögð í að staðfæra kerfið og aðlaga að íslenskum aðstæðum og hefur fjöldi aðila úr ferðaþjónustu og sérfræðinga á ýmsum sviðum komið að þeirri vinnu. Þá eru gæðaviðmið VAKANS fyrir hótel unnin samkvæmt stöðlum frá evrópska Hotelstars kerfinu sem leitt er af Hotrec

Efla gæði með handleiðslu

Meginmarkmið kerfisins er að auka og efla gæði í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi.samstarfi

Gæðakerfið

Gæðakerfið skiptist í tvo flokka:

 • Stjörnuflokkun fyrir gististaði
  -Frá einni og upp í fimm stjörnur, innan 6  undirflokka
  • Hótel 
  • Gistiheimili 
  • Heimagisting
  • Hostel
  • Orlofshús -íbúðir
  • Tjaldsvæði
 • Ferðaþjónusta - önnur en gisting
  Þessi úttekt byggist á tvenns konar viðmiðum, annarsvegar almennum viðmiðum og hinsvegar sértækum viðmiðum fyrir hvern og einn undirflokk sem verða vel á þriðja tuginn. Hér er ekki um stjörnuflokkun að ræða; annað hvort uppfylla fyrirtæki skilyrði um vottun eða ekki.

Umhverfiskerfið

Þeir sem taka þátt í gæðakerfinu geta bætt unhverfiskerfinu við án aukakostanaðar. Umhverfiskerfið byggir á sjö höfuðflokkum:

  • Stefnumótun og starfshættir
  • Innkaup og auðlindir
  • Orka
  • Úrgangur
  • Náttúruvernd
  • Samfélag
  • Birgjar og markaður.

Umsóknir og nánari upplýsingar

Vefur Vakans er www.vakinn.is og þar er að finna allar nánari upplýsingar, umsókarblöð og ýmis gögn.

Nánari upplýsingar veitir Elías Bj. Gíslason forstöðumaður hjá Ferðamálastofu elias@ferdamalastofa.is

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?