Uppbygging og skipulag ferðamannastaða
Uppbygging og skipulag ferðamannastaða
Samantekt niðurstaðna af vinnufundi (heimskaffi) á málþingi Ferðamálastofu
Haldið á Grand Hótel, 14. apríl 2011
Samantekt vinnufundar sem var hluti af málþingi Ferðamálstofu um uppbyggingu og skipulag ferðamannastaða. Um 80 þátttakendur
tóku þátt í vinnufundinum.
Meginverkefni fundarins var að laða fram hugmyndir þátttakenda og var það gert með virkri hópavinnu í anda „World Café“. Bæði var horft til þess sem þarf að gera til að koma umræðuþættinum í framkvæmd og einnig hvaða árangri hægt er að ná með því að hrinda hugmyndum í framkvæmd.
Unnið var með eftirfarandi þemu:
- Kortlagning auðlinda og aðgengi að ferðamannastöðum
- Greining „andans“, staðarvitund og efniviður umhverfisins
- Hönnun og arkitektúr ferðamannastaða (öryggi, aðgengi og vistvæn hönnun)
- Uppbygging ferðamannastaða
- Þolmörk ferðamannastaða
- Skipulagsmál, ferðamannastaðir og þáttur/ábyrgð sveitarfélaga
- Rekstur og nýting umhverfisþátta á ferðamannastöðum
- Upplifunarhönnun og nýsköpun í ferðaþjónustu, samspil hönnuða og ferðaþjónustuaðila – sköpun upplifunar
- „Án áfangastaða“ – hvar byrjar og endar skipulag?
- Að auka uppbyggingu en draga úr ágangi á náttúruna
Eftirfarandi niðurstöður eru vinnugögn frá fundinum og hafa þau ekki verið flokkuð sérstaklega né unnið nánar með þau.
Skýrslan í heild:
Uppbygging og skipulag ferðamannastaða - Samantekt vinnufundar