Þjónustuhús fyrir áningarstaði og tjaldsvæði

Ferðamálastofa hefur tvívegis komið að vinnu við hönnun og útfærslu þjónustuhúsa sem nýtast á áningarstöðum og tjaldsvæðum.

Argos / Trésmíðaverkstæði Kára Lárussonar

ARKÍS - vistvæn þjónustuhús

ÞjónustuhúsÁrið 1985 var blásið til hugmyndasamkeppni um búnað á tjaldsvæðum og hönnun á þjónustuhúsum. Á grunni tillögunnar sem hlaut 1. verðlaun (Arkitektastofan Argos) hefur Trésmíðaverkstæði Kára Lárussonar í Dalabyggð smíðað hús í ýmsum útgáfum. Þau hafa notið mikilla vinsælda og má sjá húsin á mörgum helstu ferðamannastöðum landsins. 

 Þjónustuhús 2Á árinu 2011 gerðu Ferðamálastofa og Arkís arkitektar með sér samkomulag um þróun á teikningum og öðrum fylgigögnum af vistvænum þjónustukjörnum á ferðamannastöðum. Um er að ræða lausn sem byggir á vistvænni hugsun og íslenskri byggingarhefð, er einfalt að laga að aðstæðum á hverjum stað, hefur hagnýtt notkunargildi og er á viðráðanlegu verði.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?