Sjávarþopið Suðreyri

Suðureyri forsíðaBjarki Gunnar Halldórsson, arkitekt FAÍ
Vettvangsferð dagana 13. - 15. september 2010
Samstarfsverkefni Ferðamálastofu og Sjávarþorpsins Suðureyri ehf.

Markmið vettvangsferðarinnar var að kanna kosti Suðureyrar með uppbyggingu ferðamennsku að leiðarljósi. Einkum var leitast eftir að kortleggja þorpið þannig að hægt væri að átta sig á menningarheild þess sem gæti komið að notum í frekari uppbyggingu á ferðamennsku.

Í kortlagningunni var leitast eftir að draga fram einkenni Suðureyrar. Einkum var litið til landslags og menningarminja. Einkennandi rýmismyndanir voru einnig dregnar fram sem og efniskennd sem einkennir hvern stað.

Eftir fremsta megni var leitast eftir að miðla kortlagninginnnu á myndrænan hátt. Því er mikilvægt að lesa allan myndtexta vel til að átta sig á kortlagningunni og möguleikum sem eru í stöðinni.

Með handteikningum hefur verið leitast eftir að draga fram mikilvægar línur í landslagi og byggð og blanda þeim saman við vangaveltur og hugmyndir sem urðu til á hverjum stað.

Uppbygging þessarar kortlagningar er með þeim hætti að hvert svæði er tekið fyrir í þeirri röð sem þau birtast vegfarandanum. Um leið og greint er frá einkennum sérhvers staðar er einnig komið inn á hugmyndir að verkefnum.

Í lokinn eru þó stærstu hugmyndirnar teknar saman sem og göngutúr sem gæti dregið fram kosti þorpsins. Íbúar þorpsins geta svo lagt í púkk fleiri hugmyndir sem geta styrkt Suðureyri.

Mikilvægt er að líta þessa kortlagningu sem verkfæri til að leggja línurnar fyrir það sem koma skal. Hún er þannig ekki endanleg skýrsla um hvað eigi að gera en góður grunnur til að byrja.

Skýrslan í heild:

Vettvangsferð til Suðureyrar - Ferðamannastaður í sjálfbæru sjávarþorpi

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?