Handbók um merkingar

 

Ath! Árið 2021 var tekin í notkun uppfærð útgáfa af handbókinni og má nálgast hana á www.godarleiðir.is

 

Handbók um merkingar á ferðamannastöðum og friðlöndum

Handbók um merkingar forsíðaHandbókin er samstarfsverkefni Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar, Ferðamálastofu og Þingvallaþjóðgarðs. Handbókin þjónar sem hönnunarstaðall fyrir aðildarstofnanirnar en er jafnframt ætluð öllum þeim sem koma að mótun umhverfis ferðamanna á Íslandi.

Megin hlutverk handbókarinnar er:

  • Að samræma merkingar á ferðamanna- og náttúruverndarsvæðum 
  • Að leiðbeina um notkun táknmynda og texta, ásamt framleiðslu og uppsetningu skilta 
  • Að einfalda aðgengi að gögnum og táknmyndum við skiltagerð 
  • Að stuðla að notkun íslenskrar hönnunar og framleiðslu við merkingar á ferðamannastöðum 
  • Að móta skiltakerfi sem hentar íslenskum aðstæðum og krefst lágmarks viðhalds 
  • Að móta sveigjanlegt skiltakerfi sem auðvelt er að breyta og bæta við 

Handbókin verður uppfærð reglulega hér á vefnum í takt við endurbætur og uppfærslu gagna. Hér má hlaða niður handbókinni til afnota, en jafnframt sækja táknmyndir og vinnsluteikningar fyrir framleiðendur.

Höfundar:

Guðrún Ingvarsdóttir arkitekt FAÍ
Annetta Scheving grafískur hönnuður
Árni Jón Sigfússon arkitekt
Gústaf Vífilsson verkfræðingur

Hlaða niður:


Athugasemdum og ábendingum má koma á framfæri á upplysingar@ferdamalastofa.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?