Góðir ferðamannastaðir

Góðir staðir - samantekt forsíðaUm er að ræða samantekt sem Bjarki Gunnar halldórsson arkitekt FÍA ann fyrir Ferðamálastofu sumarið 2010. Í formála segir m.a.

"Íslenskir ferðamannastaðir hafa lengi vel verið á milli tannanna á fólki. Þeir eru oft harðlega gagnrýndir fyrir að vera illa skipulagðir og fyrir að koma ekki til móts við öryggiskröfur á viðeigandi hátt. Þessi gagnrýni á vafalaust rétt á sér og í raun er auðvelt að nefna fjölmörg dæmi henni til sönnunar.

En hverju er það eiginlega sem er svo ábótavant? Eru allir ferðamannastaðir eins illa útfærðir og raun ber vitni? Þessum spurningum verður ekki svarað svo auðveldlega. Ástæða þess er einfaldlega sú að það skortir alla yfirsýn þegar kemur að gæðum ferðamannastaða.

Tilgangur þessarar samantektar er að varpa ljósi á vinnu mína hjá Ferðamálastofu sem sneri einkum að úrbótum á ferðamannastöðum. Þó ýmislegt megi færa til betri vegar verður þó leitast eftir að draga fram það sem er gott og þau fjölmörgu tækifæri sem felast í uppbyggingu ferðamannastaða. Líta ber á samantektina sem hugmyndavinnu fyrir frekari stefnumótun um íslenska ferðamannastaði. Um er að ræða uppástungur að verkefnum fyrir Ferðamálastofu sem kæmu að góðum notum við undurbúning slíkrar stefnumótunar þannig að vel geti tekist til þegar hún hefst."

Skýrslan í heild

Góðir ferðamannastaðir - undirbúnur að stefnumótun

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?