Framvindu- og lokaskýrslur
Hér má nálgast eyðublað fyrir framvindu- og lokaskýrslur sem senda þarf inn vegna styrkja frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, í samræmi við þau ákvæði sem kveðið er á um í styrkveitingunni. Sama eyðublaðið er notað fyrir báðar skýrslur.
Nauðsynleg fylgigögn
Með lokaskýrslu, og eftir atvikum framvinduskýrslu, skal skila eftirfarandi gögnum:
- Myndum af framkvæmdastað sem lýsa aðstæðum við upphaf verkefnis og að því loknu. Myndir verða að vera í því formi að þær sýni gang verkefnis ef skilað er framvinduskýrslu.
- Afrit af öllum reikningum og kostnaðaryfirlit um eigið framlag ef við á.
- Önnur gögn sem Ferðamálastofa telur nauðsynleg, t.d. teikningar og skipulagsuppdrættir
Leiðbeiningar við útfyllingu:
- Eyðublaðið er á Excel-formi
- Byrjið á að vista eyðublaðið á eigin tölvu
- Útfyllt eyðublað, ásamt fylgiskjölum ef við á, skal senda á netfangið framkvaemdasjodur@ferdamalastofa.is
Opna eyðublað: Framvindu- og lokaskýrsla
Nánari upplýsingar:
![]() |
||
Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir |
|