Ferðagjöf – Kynningarfundur fyrir fyrirtæki

Ferðagjöf – Kynningarfundur fyrir fyrirtæki
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Þriðjudaginn 26. maí kl. 9:00 verður haldinn kynningarfundur þar sem farið verður yfir útfæslu á ferðagjöf stjórnvalda. Með hvaða hætti fyrirtæki skrá sig til að taka á móti gjöfinni og hvernig almenningur getur nýtt sér hana. Fundurinn verður í beinu streymi á Facebook síðu Ferðamálastofu.

Dagskrá:

Opnun fundar.

  • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamálaráðherra ávarpar fundinn.
  • Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri opnar fundinn, hvetur fyrirtæki til þátttöku og að taka vel á móti Íslendingum á ferðalagi í sumar.

Ferðagjöf.

  • Andri  Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Stafrænu Íslandi og Þórhildur Gunnarsdóttir, eigandi Parallel ráðgjafar  kynna Ferðagjöf, smáforritið og þá hlið sem snýr að fyrirtækjunum.

Ferðalag.is

  • Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri hjá Ferðamálastofu kynnir uppfærslu á Ferðalag.is og tengingu við Ferðagjöf.

Hvernig ætla Íslendingar að ferðast í sumar?

  • Oddný Þóra Óladóttir, hjá rannsókna- og tölfræðisviði Ferðamálastofu kynnir niðurstöður úr nýrri könnun á vegum Ferðamálastofu um ferðaáform Íslendinga árið 2020.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar stýrir fundinum.

Fundurinn verður í beinu streymi á Facebook síðu Ferðamálastofu.


Athugasemdir