Fréttir

148 þúsund ferðamenn í febrúar

Um 148 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í febrúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 47.600 fleiri en í febrúar á síðasta ári. Aukningin nemur 47,3% milli ára.
Lesa meira

Ísafold Travel í Vakann

Ísafold Travel tók við gæða- og umhverfisflokkun Vakans á dögunum en fyrirtækið fagnar 20 ára starfsafmæli á árinu.
Lesa meira

Samstarf við ASÍ um ábyrgð fyrirtækja innan Vakans

Ferðamálastofa, fyrir hönd Vakans, og Alþýðusamband Íslands skrifuðu í dag undir samstarfssamning með það að markmiði að þátttakendur í Vakanum starfi eftir gildandi kjarasamningum. Með þessu er leitast við að styrkja það hlutverk Vakans að byggja upp samfélagslega ábyrgð innan greinarinnar.
Lesa meira

Áætlanir um fjölda ferðamanna á stöðum og dag hvern

Tvær spurningar sem gjarnan vakna snúa að því hversu margir ferðamenn heimsækja einstaka staði eða landssvæði og hversu margir erlendir ferðamenn eru staddir á landinu dag hvern. Ein aðferð sem hægt er að styðjast við til að svara þessu tvennu er að nota niðurstöður úr ferðavenjukönnunum Ferðamálastofu og bera saman við talningar á fjölda ferðamanna á Keflavíkurflugvelli.
Lesa meira

136.000 ferðamenn í janúar

Tæplega 136 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í janúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 58.400 fleiri en í janúar á síðasta ári. Aukningin nemur 75,3% milli ára. Aldrei hefur mælst jafn mikil aukning í janúar milli ára frá því Ferðamálastofa hóf talningar á Keflavíkurflugvelli en mest hefur hún verið síðustu ár, eða 27,3% 2012-2013, 40,1% 2013-2014, 34,5% 2014-2015 og 23,6% 2015-2016.
Lesa meira

Samið við Epinion um framkvæmd landamærarannsóknar

Ferðamálastofa og Hagstofa Íslands hafa gengið að tilboði Epinion P/S um framkvæmd landamærarannsóknar á Keflavíkurflugvelli. Epinion er eitt af stærstu markaðsrannsóknafyrirtækjum Evrópu og hefur það sérhæft sig í framkvæmd flugvallakannana. Verkefnið var boðið út á vegum Ríkiskaupa á Evrópska efnahagssvæðinu í október síðastliðnum.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur rennur út á miðnætti 22. febrúar. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira

Mountaineers of Iceland með viðurkenningu Vakans

Mountaineers of Iceland hlaut á dögunum viðurkenningu Vakans og bronsmerki í umhverfishluta. Fyrirtækið hefur verið starfrækt síðan 1996 og býður upp á ýmsar ævintýraferðir þar sem megin áherslan er á vélsleðaferðir á Langjökli.
Lesa meira

Niðurstöður úr Sumarkönnun Ferðamálastofu

Niðurstöður liggja fyrir úr könnun meðal erlendra ferðamanna sem Maskína sá um að framkvæma fyrir Ferðamálastofu síðastliðið sumar eða á tímabilinu júní til ágúst. Könnunin kemur í framhaldi af sömu könnun sem framkvæmd var á tímabilinu október 2015 til maí 2016 en niðurstöður úr henni voru kynntar á vef Ferðamálastofu í september síðastliðnum.
Lesa meira

Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ráðhúsinu

Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, 16. janúar kl. 8 en miðstöðin hefur verið starfrækt í Aðalstræti 2 frá árinu 2002. Flutningur Upplýsingamiðstöðvarinnar er liður í því að nýta húsnæði í eigu borgarinnar enn betur og auka þjónustu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Miðstöðin er á jarðhæð Ráðhússins þar sem gönguás liggur í gegnum húsið en hann er hugsaður sem hluti af göngustígakerfi borgarinnar, þar sem almenningur getur komið saman og fylgst með því sem um er að vera í húsinu hverju sinni. Jarðhæð hússins er því tilvalin staðsetning fyrir upplýsingamiðstöðina.
Lesa meira