Fréttir

Auknir möguleikar með þrívíddarkortum

Fyrirtækið Fjarkönnun er nú að kynna nýjung í miðlun landfræðilegra upplýsinga en um er að ræða þrívíddarkort sem verið er að vinna af öllu landinu.
Lesa meira

Elías Bj. Gíslason settur ferðamálastjóri

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálstjóri fór nú um mánaðamótin í fjögurra mánaða starfsleyfi. Á meðan hefur ráðherra ferðamála falið Elíasi Bj. Gíslasyni að gegna starfi ferðamálastjóra.
Lesa meira

Special Tours er nýjasta fyrirtækið í VAKANUM

Special Tours er nýjasta fyrirtækið í VAKANUM en það var stofnað árið 1996. Fyrirtækið hlaut einnig gullmerki í umhverfiskerfi VAKANS.
Lesa meira

Kortavelta erlendra ferðamanna 78,4 milljarðar í fyrra

Árið 2013 greiddu erlendir ferðamenn 78,4 milljarða kr. með greiðslukortum og jókst heildarkortaveltan um 24,4% frá árinu áður. Þetta kemur fram í tölum sem Rannsóknasetur verslunarinnar birti í dag.
Lesa meira

Ert þú með tilnefningu til Umhverfisverðlauna 2013?

Við minnum á að um helgina rennur út frestur vegna tilnefninga til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2013. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða aðilum sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi.
Lesa meira

Bókin Ferðamál á Íslandi tilnefnd til verðlauna

Bókin Ferðamál á Íslandi eftir þá Edward H. Huijbens, forstöðumann Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og Gunnar Þ. Jóhannesson, lektor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands er ein 10 bóka tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir árið 2013.
Lesa meira

Vetraropnun í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli

Frá 4. febrúar næstkomandi verður gestastofa Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls opin alla virka daga en lokuð um helgar. Hingað til hefur gestastofan aðeins verið opin frá 20. maí til 10. september.
Lesa meira

Mótmæla boðuðum niðurskurði í landvörslu

Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla boðuðum niðurskurði Umhverfisstofnunar í landvörslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.
Lesa meira

Þjónusta Alta á sviði ferðamála

Ferðamenn sækjast í æ ríkari mæli eftir því að upplifa sérstæðan staðaranda; eitthvað ekta. Staðarandi felst í einstöku samspili náttúru, auðlinda, menningar og hefða og getur verið forsenda aðdráttarafls einstakra svæða og staða.
Lesa meira

Styrkumsóknir fyrir 850 milljónir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Umsóknarfrestur um styrki til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða rann út 22. janúar síðastliðinn.
Lesa meira