Fréttir

Ísland enn á ný á toppnum hjá lesendum Guardian

Ísland hefur verið valið land ársins í Evrópu 2012 í árlegu vali lesenda breska dagblaðsins The Guardian áhugaverðustu áfangastöðum heims, hinum svokölluðu Guardian Readers‘ Travel Awards. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland nær toppsætinu en það gerist einnig árin 2003 og 2005. Alls eru veitt verðlaun í um 20 flokkum. Í umfjöllun um verðlaunin segir að Ísland hljóti sæmdarheitið besta Evrópulandið í ár, en áhrifamiklar myndir af landinu í mótun í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli 2010 hafi vafalítið laðað að gesti. Þá segir jafnframt í umfjöllun blaðsins að lág glæpatíðni og vinsamlegt viðmót heimamanna geri landið að ákjósanlegum áfangastað.Fulltrúi Íslandsstofu, sem annast erlent markaðsstarf til ferðamanna undir formerkjum Visit Iceland, tók við verðlaunum við hátíðlega athöfn í London um helgina. Umfjöllun Guardian
Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna um tölfræði í ferðaþjónustu - skráning stendur yfir

Alþjóðleg ráðstefna um tölfræði í ferðaþjónustu (Global Forum on Tourism Statistics) verður haldin í Hörpu dagana 14-16 nóvember næstkomandi og stendur skráning á hana nú yfir. Ráðstefnan sem er haldin annað hvert ár af EUROSTAT (Hagstofu Evrópusambandsins) og ferðamálanefnd OECD. Ráðstefnan er ætluð þeim sem áhuga hafa á rannsóknum og hagnýtingu talna í ferðaþjónustu.  Ráðstefnunni verður skipt í fimm málstofur:   1. Áhrif áfalla á ferðaþjónustu og töluleg gögn ferðaþjónustunnar2. Árstíðasveiflur í ferðaþjónustu3. Tölfræði ferðaþjónustu á tuttugustu og fyrstu öldinni4. Hvernig hægt er að nota tölfræði við ákvarðanatöku og stefnumótun5. Samhengi og samanburðarhæfni talna í ferðaþjónustu Ráðstefnan er haldin í Hörpu og þátttöku þarf að skrá á vef ráðstefnunnar: http://www.11thtourismstatisticsforum.is/  Þar er einnig að finna dagskrá ráðstefnunnar og frekari upplýsingar.  
Lesa meira

Von á 600 manns á Vestnorden

Von er á um 600 manns á vegum 400 ferðaþjónustuaðila í Hörpu á morgun, 2. október, þegar hin árlega ferðakaupstefna Vestnorden hefst. Kaupstefnunni lýkur miðvikudaginn 3. október. Haldin af NATAAð kaupstefnunni standa Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðaþjónustu. Á Vestnorden mætast ferðaþjónustuaðilar frá löndunum þremur og kaupendur ferðaþjónustu frá öllum heimshornum. Til kaupstefnunnar kemur einnig fjöldi blaðamanna sem fjalla um ferðamál auk boðsgesta. Mikilvægur vettvangurVestnorden er haldin á hverju ári, þar af annað hvert ár á Íslandi. Í ár kynna rúmlega 200 ferðaþjónustufyrirtæki þjónustu sína í Hörpu fyrir þeim ríflega 160 ferðaheildsölum sem boðað hafa komu sína. Hver og einn sýningaraðili getur bókað 36 tuttugu mínútna viðskiptafundi meðan á kaupstefnunni stendur. Vestnorden hefur um langt árabil verið mikilvægasti vettvangur þjóðanna þriggja í Norður-Atlanstshafi til að kynna löndin sem áhugaverða áfangastaði fyrir ferðamenn. Sjálfbær ferðaþjónusta eyríkja Gestafyrirlesari á ferðakaupstefnunni í ár verður Helene Møgelhøj. Hún mun fjalla um sjálfbæra ferðaþjónustu eyríkja en yfirskrift erindis hennar er „Towards a Sustainable Tourism Model in Island Destinations – The Case of Iceland, Greenland and the Faroe Islands“. Helene Møgelhøj er sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði ferðamála, en hún sérhæfir sig í sjálfbærri ferðaþjónustu og efnahagsþróun. Hún hefur víðtæka þekkingu og áralanga reynslu af ferðamálum á alþjóðlegum vettvangi. Kaupstefnan fer nú fram í 27. sinn. Hún hefst kl. 9 í fyrramálið, þriðjudaginn 2. október. Dagskrá ferðakaupstefnunnar og allar nánari upplýsingar um hana má kynna sér á vefsíðu Vestnorden: www.vestnorden.com Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson, arctic-images.com
Lesa meira