Fréttir

Vel heppnuðu ferðamálaþingi lokið

Á annað hundrað manns tóku þátt í tveggja daga ferðamálaþingi sem lauk á Ísafirði nú síðdegis. Iðnaðarráðuneytið og Ferðamálastofa gengust fyrir þinginu í samvinnu við Hönnunarmiðstöð, Arkitektafélag Íslands, Byggðasafn Vestfjarða, Nýsköpunarmiðstöð og Íslandsstofu. Yfirskrift þingsins var „Upplifðu“ en meginþema þess var áhersla á samspil ferðaþjónustu og skapandi greina. Bakgrunnur fyrirlesara var fjölbreyttur og má þar nefna hönnuði, háskólafólk, ferðaþjónustuaðila og fleiri. Fjölmörg áhugaverð verkefni á ýmsum stingum voru kynnt og einnig haldnar málstofur með þátttöku ráðstefnugesta. Í dag hófst þingið með ávarpi ferðamálastjóra, þar sem Ólöf Ýrr Atladóttir flutti erindi sem hún nefndi „Um ferðamananstaði og áfangastaði“. Ávarp ferðamálastjóra - smellið hér (Word) Vatnavinir Vestfjarða hlutu hvatningarverðlaunÞingið hóft með ávarpi Kartrínar Júlíusdóttir ferðamálaráðherra og lauk með afhendingu hvatningarverðlauna ráðherra fyrir verkefni sem miða að samstarfi skapandi greina og ferðaþjónustu. Þrjú verkefni voru tilnefnd. Vatnavinir Vestfjarða Eyðibýli á Íslandi Fuglastígur á Norðausturlandi Aðalverðlaunin, 1 milljón króna, komu í hlut Vatnavina Vestfjarða. Mynd: Gísli Sverrir Árnason, Eyðibýli á Íslandi; Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri ferðamála í Iðnaðarráðuneytinu; Sigrún Birgisdóttir, Vatnavinir Vestfjarða og Ari Páll Pálsson, Fuglastígur á Norðausturlandi. Vatnavinir Vestfjarða:Vatnavinir Vestfjarða er samstarfshópur í heilsutengdri ferðaþjónustu þar sem landeigendur, ferðaþjónar, stjórnsýsla og aðrir áhugamenn á Vestfjörðum vinna í nánu samstarfi með Vatnavinum og Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða sem hlúð hafa að framgangi verkefnisins sem hrint var úr vör fyrir tveimur árum. Markmiðið verkefnisins er að þróa vestfirskt aðdráttarafl á heimsvísu tengt náttúru, heilsu, baðmenningu og vatni og auka þannig verðmætasköpun innan svæðisins. Samstarfshópurinn Vatnavinir Vestfjarða hvetur til sjálfbærrar nýtingar náttúrulauga á Vestfjörðum og nýjunga í heilsuþjónustu er stuðla að fjölgun ferðamanna á Vestfjörðum á næstu árum. Þess má geta að Vatnavinir Vestfjarða hafa opnað nýjan vef á slóðinni www.watertrail.is Eyðibýli á Íslandi:Í sveitum landsins er fjöldinn allur af eyðibýlum og öðrum yfirgefnum húsum sem mörg hver eru vel byggð og eiga merka sögu. Markmið verkefnisins er að meta menningarlegt vægi einstakra húsa og varðveita þannig valin eyðibýli (hús) á Íslandi. Í framhaldinu að kanna hvort grundböllur sé fyrir þvía ð eyðibýli og yfirgefin hús í sveitum landsins verði gerð upp með rekstur og útleigu í ferðaþjónustu í huga. Fyrstu skref verkefnisins voru stigin í sumar með rannsókn á fjölda þessara gömlu húsa á Suður- og Suðausturlandi. Fuglastígur á NorðausturlandiTilgangur félagsins er að vera samstarfsvettvangur fyrirtækja og einstaklinga á Norðausturlandi um uppbyggingu fuglaskoðunar á svæðinu og ferðaþjónustu henni tengdri. Takmark félagsins er að efla ímynd Norðausturlands sem eftirsóknarverðs fuglaskoðunarsvæðis, með því að þróa og bjóða upp á þjónustu fyrir fuglaskoðara sem byggir á því mikla og fjölbreytta fuglalífi sem er að finna á svæðinu. Gefnir hafa verið út bæklingar, sett upp fuglaskoðunarskylti og fleira.www.birdingtrail.is/
Lesa meira

Gistinætur heilsárshótela í ágúst

Hagstofan hefur birt tölur um gistinættur á hótelum í ágúst síðastliðnum. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið þannig að til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Gistinóttum fjölgar um 14%    Gistinætur á hótelum í ágúst síðastliðnum voru 217.600 samanborið við 190.500 í ágúst 2010. Gistinætur erlendra gesta voru um 86% af heildarfjölda gistinátta á hótelum í ágúst og fjölgaði gistinóttum þeirra um 12% frá fyrra ári. Gistinóttum íslendinga fjölgaði einnig, voru 30.850 samanborið við 24.150 í ágúst 2010. Gistinóttum á hótelum í ágúst fjölgaði á öllum landssvæðum samanborið við ágúst 2010. Á Norðurlandi voru  23.500 gistinætur í ágúst sem eru um 21% aukning frá fyrra ári. Á Suðurnesjum voru 10.150 gistinætur sem er 17% fjölgun samanborið við  ágúst 2010. Á höfðuborgarsvæðinu voru gistinætur 133.600 í ágúst sem er aukning um 15% og á Suðurlandi voru gistinætur 30.000 sem eru 12% fleiri gistinætur en í ágúst 2010. Á Austurlandi voru 11.200 gistinætur í ágúst, fjölgaði um 9% og á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru gistinætur 9.300 sem er 2% aukning samanborið við ágúst 2010.   Gistinóttum á hótelum fyrstu átta mánuði ársins fjölgaði um rúm 12% milli áraGistinætur fyrstu átta mánuði ársins voru 1.085.400 en voru 965.900 á sama tímabili árið 2010. Gistinóttum hefur fjölgað milli ára á Suðurnesjum um 18%, á höfuðborgarsvæðinu um 15%, á Norðurlandi um 6%, á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða og á Suðurlandi um 5%.  Á  Austurlandi hefur gistinóttum fjölgað um 4% frá fyrra ári. Fyrstu átta mánuði ársins hefur gistinóttum erlendra gesta fjölgað um 11% og gistinóttum Íslendinga um 20% samanborið við fyrra ár.
Lesa meira

Ferðamenn yfir 50 þúsund í september

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 51.576 erlendir ferðamenn frá landinu í september síðastliðnum eða tæplega 11 þúsund fleiri en í september á síðasta ári. Aukningin nemur 26,2% á milli ára. Um er að ræða lang fjölmennasta septembermánuð frá upphafi mælinga.    Einstök markaðssvæðiN-Ameríkönum fjölgar verulega á milli ára eða um 42,8%. Mið- og S-Evrópubúum fjölgar um 27,4%, Norðurlandabúum um 22,5% og ferðamönnum frá löndum sem eru flokkuð undir "Annað" um 20,9%. Bretum fjölgar talsvert minna eða um 11,8%. Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Norðmenn ríflega þriðjungur ferðamannaAf einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í september frá Bandaríkjunum (16,0%), Þýskalandi (11,4) og Noregi (10,2%). Ferðamenn frá Bretlandi (8,1%), Danmörku (7,6%) og Svíþjóð (6,6%) fylgdu þar á eftir. Samanlagt voru þessar sex þjóðir 60% ferðamanna í september. Ferðamenn orðnir jafn margir og allt árið 2010                                       Það sem af er ári hafa 458.060 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða jafnmargir og allt árið 2010. Um 62 þúsund fleiri ferðamenn hafa komið til landsins frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra þegar brottfarir voru 385 þúsund talsins. Aukningin nemur 18,9% á milli ára. Ferðamönnum hefur fjölgað frá öllum mörkuðum. N-Ameríkanar hafa að miklu leyti borið uppi aukningu ársins en þeim hefur fjölgað um 50,3% frá því í fyrra, Norðurlandabúum hefur fjölgað um 16,7%, Mið- og S-Evrópubúum um 13,9%, Bretum um 9,1% og ferðamönnum frá öðrum löndum um 13,2%. Ferðir Íslendinga utanBrottförum Íslendinga í september hefur fjölgað um 10,8% frá því í fyrra, voru 30.809 í september í ár en 27.808 í fyrra. Frá áramótum hafa 260.201 þúsund Íslendingar farið utan, 19% fleiri en á sama tímabili árinu áður þegar brottfarir mældust tæplega 219 þúsund. Nánari niðurstöður má sjá í töflunum hér að neðan. September eftir þjóðernum Janúar - september eftir þjóðernum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2010 2011 Fjöldi (%)   2010 2011 Fjöldi (%) Bandaríkin 5.629 8.272 2.643 47,0   Bandaríkin 42.262 65.172 22.910 54,2 Bretland 3.749 4.190 441 11,8   Bretland 45.800 49.981 4.181 9,1 Danmörk 3.602 3.894 292 8,1   Danmörk 31.459 34.365 2.906 9,2 Finnland 1.004 1.395 391 38,9   Finnland 8.835 10.401 1.566 17,7 Frakkland 1.728 2.403 675 39,1   Frakkland 26.478 32.544 6.066 22,9 Holland 1.440 2.026 586 40,7   Holland 14.412 17.234 2.822 19,6 Ítalía 542 796 254 46,9   Ítalía 8.933 11.516 2.583 28,9 Japan 419 645 226 53,9   Japan 4.306 5.143 837 19,4 Kanada 1.981 2.594 613 30,9   Kanada 11.242 15.271 4.029 35,8 Kína 624 1.115 491 78,7   Kína 4.105 7.081 2.976 72,5 Noregur 4.074 5.260 1.186 29,1   Noregur 28.761 34.661 5.900 20,5 Pólland 738 953 215 29,1   Pólland 10.403 11.711 1.308 12,6 Rússland 79 242 163 206,3   Rússland 1.335 2.214 879 65,8 Spánn 865 1.239 374 43,2   Spánn 11.402 13.060 1.658 14,5 Sviss 584 841 257 44,0   Sviss 8.636 9.551 915 10,6 Svíþjóð 2.727 3.423 696 25,5   Svíþjóð 22.510 27.437 4.927 21,9 Þýskaland 5.200 5.891 691 13,3   Þýskaland 49.880 52.515 2.635 5,3 Annað 5.878 6.397 519 8,8   Annað 54.377 58.203 3.826 7,0 Samtals 40.863 51.576 10.713 26,2   Samtals 385.136 458.060 72.924 18,9                       September eftir markaðssvæðum Janúar - september eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2010 2011 Fjöldi (%)    2010  2011 Fjöldi (%) Norðurlönd 11.407 13.972 2.565 22,5   Norðurlönd 91.565 106.864 15.299 16,7 Bretland 3.749 4.190 441 11,8   Bretland 45.800 49.981 4.181 9,1 Mið-/S-Evr. 10.359 13.196 2.837 27,4   Mið-/S-Evr. 119.741 136.420 16.679 13,9 N-Ameríka 7.610 10.866 3.256 42,8   N-Ameríka 53.504 80.443 26.939 50,3 Annað 7.738 9.352 1.614 20,9   Annað 74.526 84.352 9.826 13,2 Samtals 40.863 51.576 10.713 26,2   Samtals 385.136 458.060 72.924 18,9                       Ísland 27.808 30.809 3.001 10,8   Ísland 218.646 260.201 41.555 19,0
Lesa meira

Vegvísir á vefnum fyrir fyrirtæki og einstaklinga

Stuðningsumhverfi nýsköpunar hefur vaxið mikið á síðustu árum og er oft á tíðum erfitt að átta sig á hvert hlutverk hvers og eins er í stuðningsumhverfinu. Síðustu mánuði hefur teymi á vegum iðnaðarráðuneytis og undirstofnana þess unnið að kortlagningu þjónustu sinnar gagngert til að veita betri þjónustu og ná auknum árangri í ráðstöfun opinberra fjármuna.  www.atvinnuvegurinn.isAfrakstur vinnunnar er nú að skila sér í opnun á nýjum og sameiginlegum vef fyrir ráðuneytið og undirstofnanir þess; Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ferðamálastofu, Byggðastofnun og Orkustofnun. Þessi nýi upplýsingarvefur heitir www.atvinnuvegurinn.is og er hugsaður sem leiðarvísir um þjónustuframboð fyrrnefndra aðila þannig að einstaklingar og fyrirtæki geti á auðveldan hátt fundið þá þjónustu og upplýsingar sem leitað er eftir. Á vefsíðunni er hægt að finna upplýsingar um þá ráðgjöf og þjónustu sem stofnanirnar veita, þau námskeið sem í boði eru, styrki og fjármögnun, tölfræði og skýrslur, leyfis- og gæðamál, tæknirannsóknir auk almennra upplýsinga um stofnanirnar og ráðuneytið. Þessi vinna er liður í markvissu starfi innan ráðuneytisins sem miðar að því að koma á betra skipulagi á stoðkerfið eftir að ákvörðun var tekin um það síðastliðið haust að greina stoðkerfi atvinnulífs og nýsköpunar á vegum iðnaðarráðuneytis með þarfir atvinnulífsins að leiðarljósi. Vefur opnaður formlega í upphafi á evrópsku fyrirtækjavikunniAtvinnuvegurinn.is hefur nú verið opnaður formlega og það í upphafi á evrópsku fyrirtækjavikunni sem haldin hefur verið síðan 2009 þar sem ein vika á ári er helguð nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum í Evrópu. Fyrirtækjavikan hefst að þessu sinni mánudaginn 3. október  og stendur til sunnudagsins 9. október. Markmið fyrirtækjavikunnar er að veita heildaryfirsýn og skapa umræðu um stuðningskerfi nýsköpunar fyrir fyrirtæki og frumkvöðla á Íslandi. Það eru Nýsköpunarmiðstöð Íslands, RANNÍS, Íslandsstofa og Samtök iðnaðarins sem sjá um framkvæmd vikunnar hér á Íslandi og það í góðri samvinnu við fleiri öfluga aðila í stuðningsumhverfi nýsköpunar hérlendis. Allar nánari upplýsingar um þá viðburði sem í boði verða þessa vikuna er að finna á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is
Lesa meira