Fréttir

Samstarf ISAVIA ohf. og Ferðamálastofu á Routes Europe

Dagana 9.-11. maí tóku fulltrúar ISAVIA ohf. og Ferðamálastofu þátt í Routes Europe sem þetta árið var haldin í Toulouse í Frakklandi.  Á Routes Europe hittast forsvarsmenn flugvalla og flugfélaga í Evrópu fyrst og fremst til að ræða möguleika á nýjum flugleiðum auk þess að fara yfir árangur á núverandi flugleiðum.  Fulltrúar frá Keflavíkurflugvelli hafa sótt Routes ráðstefnur undanfarin ár en þetta var í fyrsta skipti sem fulltrúi frá Ferðamálastofu var með í för. Þátttakendur á Routes Europe hafa aldrei verið fleiri en í ár en þeir voru um 700 talsins og voru skipulagðir yfir þrjú þúsund fundir á meðan ráðstefnan stóð yfir.  Óhætt er að fullyrða að mikill áhugi hafi verið á því sem er að gerast á Íslandi, bæði á mögulegum nýjum flugleiðum til landsins sem og eldgosinu. Sökum þessa var íslandskortið ítrekað dregið upp til að sýna hvar Eyjafjallajökull væri staðsettur og jafnframt hvað það væri lítill hluti af landinu sem hefði orðið fyrir áhrifum öskufalls. Á meðfylgjandi mynd: Davíð Jóhannsson, umdæmisstjóri Ferðamálastofu í Mið-Evrópu, Guðný María Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs ISAVIA ohf. og Elín Árnadóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs ISAVIA ohf.  
Lesa meira

Ísland meðal öruggustu staða í heimi

Ísland er meðal öruggustu staða í heimi fyrir ferðamenn að heimsækja, samkvæmt vefnum tourisim-reviw.com. Lág glæpatíðni, lögregla sem ekki ber vopn og aðeins 130 fangar í öllu landinu eru meðal atriða sem talin eru landinu til tekna í þessum efnum. ?Ísland er án efa eitt öruggasta land í heimi?, segir vefurinn Lesa umfjöllun tourisim-reviw.com Ekki meðal 10 hættulegustu eldfjallaRaunar tekur vefurinn umfjöllun sína frá opentravel.com og sá ágæti vefur útnefndi meðal annars nýlega 10 hættulegustu eldfjöll á jörðinni. Þar hins vegar kemst Ísland ekki á blað. Sjá umfjöllun opentravel.com
Lesa meira

Gosið nýtt með jákvæðum hætti

Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur dregið athyglina að Íslandi svo um munar og mikið í umræðunni hvernig nýta megi hana ferðaþjónustunni til framdráttar. Skrifstofa Ferðamálastofu í Bandaríkjunum sendi í vikunni út bæði fréttatilkynningar og fréttbréf tengt gosinu sem skilað hafa mikilli og jákvæðri umfjöllun. ?Frétt frá okkur er núna aðalfréttin í Travel Weekly, einu útbreiddasta ferðablaðinu hér vestan hafs, og svona umfjöllun hefur gríðarlegt auglýsingagildi,? segir Einar Gústavsson, umdæmisstjóri Ferðamálastofu í Norður-Ameríku. Greinina í Travel Weekly má lesa hér Dateline Iceland til 160 þúsund áskrifendaÞá sendi skrifstofan út hið mánaðarlega rafræna fréttabréf Dateline Iceland sem var alfarið helgað gosinu að þessu sinni. Fréttabréfið fer á 160 þúsund áskrifendur. Að auki fer Dateline Iceland á 600-700 fjölmiðla og 92 þúsund aðila í ferðageiranum vestan hafs. Fréttabréfið er einnig aðgengilegt á landkynningarvefnum fyrir N.-Ameríku. Dateline Iceland ? maí 2010  
Lesa meira

Vestfirðir fulltrúi Íslands í EDEN samkeppninni

Í byrjun mars óskaði Ferðamálastofa eftir umsóknum vegna fjórðu Evrópsku EDEN samkeppninnar um gæða áfangastaði í Evrópu (European Destination of Excellence). Tilkynnt var um valið á málþingi um Gæða- og umhverfismál í dag en útnefningin kom að þessu sinni í hlut áfangastaðarins Vestfjarða og verkefnisins Vatnavinir Vestfjarða. Um EDEN verkefniðMarkmið EDEN verkefnisins er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum Evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni. Þema ársins 2010 var Sjálfbær ferðaþjónusta í vatns- og sjávartengdri ferðaþjónustu (Sustainable Aquatic Tourism). Hefur verulegt markaðslegt gildiEinn áfangastaður er valinn frá hverju þátttökuríki í Evrópu og hljóta verðlaunahafar titilinn ?2010 EDEN Destination for Sustainable Aquatic Tourism?. Verðlaunaafhendingin og sýning með kynningu á öllum verðlaunaáfangastöðunum fer fram í tengslum við ferðamálaráðstefnuna The European Tourism Day í Brussel 27. september 2010. Allir EDEN verðlaunahafar geta treyst á töluverða umfjöllun í fjölmiðlum í Evrópu í tengslum við verðlaunaafhendinguna og á vefsíðum og kynningarritum EDEN verkefnisins eftir það. EDEN verðlaunin eru viðurkenning á gæðum viðkomandi áfangastaðar og hafa mikla þýðingu fyrir markaðssetningu. Nýting á heitum laugumNokkrar áhugaverðar tillögur bárust sem farið var yfir af dómnefnd. Í rökstuðningi fyrir valinu eru raktir þeir mörgu áhugaverðu möguleikar sem náttúra Vestfjarða býður ferðafólki með sínu fjölbreytta fugla- og dýralífi. ?Á Vestfjörðum eru einnig  heitar laugar en finnast annarsstaðar á landinu. Það hafa Vatnavinir Vestfjarða lagt áherslu á, í metnaðarfullu og viðamiklu nýsköpunarverkefni sem gengur út á að nýta þessar fjölmörgu laugar og baðstaði  áfangastaðnum til framdráttar. Laugarnar hafa verið nýttar til heilsubótar í gegnum aldirnar og nú stendur til að byggja upp ?nútíma? miðstöðvar og heilsulindir í tengslum við þær og leitast þannig við að skapa félagslega og fjárhagslega arðsemi á Vestfjörðum til langs tíma,? segir orðrétt. Stuðlar að félags- menningar- og umhverfislegri sjálfbærniÞá segir einnig að verkefni Vatnavina stuðli að félags-, menningar- og umhverfislegri sjálfbærni þar sem heimamenn eru virkir þátttakendur á öllum stigum verkefnisins. Verkefnið byggir á vel útfærðri markaðsáætlun þar sem markhópar eru ítarlega skilgreindir sem og þær aðferðir sem aðstandendur verkefnisins ætla að byggja markaðssetninguna á. Verkefnið byggir jafnframt á vel framsettum, mælanlegum langtímamarkmiðum. Myndin hér að ofan er frá Krossaneslaug en á myndinni að neðan eru Eden-verðlaunahafar ásamt Ólöfu Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra; Sveini Rúnari Traustasyni, umhverfisstjóra Ferðamálastofu og Sunnu Þórðardóttur, formanni dómnefndar.  
Lesa meira

Breytingar á lögum um skipan ferðamála

Þann 25. mars síðastliðinn samþykkti Alþingi breytingar á lögum nr. 73/2005 um skipan ferðamála. Breytingarnar lúta að 9. og 18. grein laganna. Í fyrsta lagi lúta breytingarnar að því að nú er búseta umsækjanda um ferðaskipuleggjenda og ferðaskrifstofuleyfi skv. 9. gr. ekki lengur bundin við Ísland heldur geta umsækjendur um leyfi haft búsetu innan aðildarríka Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum. Í öðru lagi lúta breytingarnar framlagningu gagna vegna ákvörðunar um tryggingarfjárhæðir ferðaskrifstofa. Í stað þess að ferðaskrifstofur leggi fram endurskoðaðan ársreikning þá dugar núna að leggja fram áritaðan ársreikning skv. lögum nr. 3/2006 um ársreikninga.Öllum ferðaskrifstofum ber skylda til að hafa tryggingu fyrir endurgreiðslu fjár sem viðskiptavinur hefur greitt vegna alferðar sem enn er ófarin og til heimflutnings viðskiptavinar úr alferð, hvort sem hann er innan lands eða erlendis, komi til gjaldþrots eða rekstrarstöðvunar ferðaskrifstofur. Trygging skal einnig ná til þess að gera viðskiptavini kleift að ljúka alferð í samræmi við upphaflega áætlun hennar. Í þriðja lagi er Ferðamálastofu nú heimilt en ekki skylt að leita umsagnar endurskoðanda við mat á því hvort þörf sé á breytingu á tryggingarfjárhæð ferðaskrifstofa. Í fjórða lagi þarf ekki lengur að leggja fram staðfestingu endurskoðanda um að áætlanir um rekstur ferðaskrifstofu séu réttar miðað við gefnar forsendur þegar sótt er um ferðaskrifstofuleyfi.
Lesa meira

Ársskýrsla Ferðamálastofu 2009

Ársskýrsla Ferðamálastofu fyrir árið 2009 er nú komin út og er aðgengileg hér á vefnum. Skýrslunni var meðal annars dreift á ferðamálaþinginu í liðinni viku. Í skýrslunni er farið yfir þau fjölbreyttu verkefni sem Ferðamálastofa sinnti á síðasta ári. Talsverðar breytingar urðu á árinu, bæði á starfi stofnunarinnar og ytra umhverfi. Fjárhagsleg umsvif námu rúmum 750 milljónum króna og var reksturinn innan fjárheimilda. Veruleg aukning varð á ýmsum sviðum, til að mynda í útgáfu ferðaskipuleggjendaleyfa. Verðmætar blaðamannaheimsóknirSem dæmi um það öfluga starf sem Ferðamálastofa sinnir má nefna að um 700 blaða og fjölmiðlamenn komu til landsins fyrir forgöngu eða með aðstoð Ferðamálastofu á árinu. Verðmæti þeirrar umfjöllunar sem kemur í kjölfar slíkra ferða er jafnan margfalt á við þann kostnað sem af þeim hlýst. Þannig hefur verið reiknað út að virði umfjöllunar í breskum prentmiðlum eingöngu, sem Ferðamálastofa stóð að fyrir árið 2009, nam samtals 1,6 milljónum punda. Rannsóknir og kannanirRannsóknir og kannanir eru sem kunnugt er mikilvæg forsenda allrar áætlanagerðar. Ferðamálastofa sér um talningu á ferðamönnum sem koma til landsins, skipt eftir þjóðerni,  Á árinu voru einnig kynntar niðurstöður á viðhorfi til íslands í þremur löndum: Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku. Þá var gerð könnun um ferðaáform Íslendinga. Umhverfis-, þróunar og gæðamálStarf að umhverfismálum var fjölbreytt sem fyrr. Meðal annars var úthlutað styrkjum til úrbóta á ferðamannastöðum líkt og verið hefur. Þróunar og gæðamál skipa æ stærri sess  og má þar nefna flokkun gististaða og tjaldsvæða, umsýslu með styrkveitingum, þróunarverkefni í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð, námskeiðahald, kynningafundir o.fl. Ársskýrsla Ferðamálastofu 2009 - PDF
Lesa meira

Málþing um gæða og umhverfismál í ferðaþjónustu

Miðvikudaginn 12. maí kl. 14-16 verður haldið málþing um gæða og umhverfismál í ferðaþjónustu  á Grandhótel í Reykjavík. Hægt er að skrá sig á málþingið hér að neðan en það verður einnig sent út beint á Netinu. Smellið hér til að fylgjast með beinni útsendingu Flutt verða fjögur erindi og á meðal fyrirlesara er Geoff Penrose ráðgjafi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Qualmark í Nýja Sjálandi. Erindi hans kallast "Building better tourism experiences, the Qualmark New Zealand story" og er það flutt á ensku. Að loknum framsögum segja nokkrir ábyrgir rekstraraðilar  í ferðaþjónustunni reynslusögur af þátttöku sinni í gæða- og umhverfisverkefnum. Að erindunum loknum fer fram  Afhending EDEN (European Destination of Excellence) verðlaunanna fyrir árið 2010. Málþingið er haldið af Ferðamálastofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtökum ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtökum Íslands og er öllum opið. Skráning á málþing Dagskrá: 14:00  Sýn Ferðamálastofu á gæða- og umhverfismál   Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri 14:15 Building better tourism experiences, the Qualmark New Zealand story  Geoff Penrose, ráðgjafi og fv. framkvæmdastjóri Qualmark 14:45 Hvað ber að varast í gæða- og umhverfisvottun  Anne Maria Sparf, Umhverfisstofnun 14:55 Líklega þróun í gæða- og umhverfismálum á komandi árum  Stefán Gíslason, Environice 15:05  Fyrirspurnir Reynslusögur úr ferðaþjónustunni frá ábyrgum rekstraraðilum 15:25  Ferðaþjónusta Bænda, Berglind Viktorsdóttir 15:30  Hópbílar, Pálmar Sigurðsson 15:35  Farfuglaheimilin, Sigríður Ólafsdóttir 15:40 Elding Hvalaskoðun, Rannveig Grétarsdóttir 15:45  Íslenskir fjallaleiðsögumenn, Einar Torfi Finsson 15:50 Afhending EDEN (European Destination of Excellence) verðlaunanna fyrir 2010 16.00  Þinglok Fundarstjóri: Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður þróunarsviðs Ferðamálastofu Skráning á málþing
Lesa meira

Öflug ferðasíða um Ísland á TV2

Ferðamálastofa og stærsti fjölmiðill Danmerkur - TV2 - eru að setja á laggirnar ferðasíðu um Ísland. Henni er ætlað að markaðssetja ferðamannalandið Ísland í Danmörku og gefst íslenskum ferðaþjónustuaðilum kostur á að kaupa þar auglýsingaborða. Vefsíða TV2 er ein sú vinsælasta í Danmörku um 1,6 milljónir heimsókna á mánuði. Síðan er sérstaklega sterk í aldurshópnum 20-40 ára. ?Við lítum á þetta verkefni sem gott tækifæri fyrir Ísland í Danmörku, þar sem TV2-samstæðan mun auglýsa ferðasíðuna mjög kröftuglega, m.a. með vikulegum ferðainnslögum í morgunsjónvarpinu Go''morgen,? segir Sigrún Hlín Sigurðardóttir, þróunarstjóri markaðsmála hjá Ferðamálastofu. Þá má geta þess að vefsíðan hefur sterka stöðu á Google þannig að greinar um Ísland munu raðast ofarlega þar. Sem fyrr segir gefst íslenskum ferðaþjónustuaðilum kostur á að kaupa auglýsingaborða á síðunnu og má finna upplýsingar um verð í meðfylgjandi PDF-skjali. Áhugasamir hafi samband við Daða Halldórsson mail@kommunikativ.dk Slóð á síðuna: http://v2rejsertv2.forinsty.pil.dk/island/
Lesa meira

Á ferð um Ísland komin út

Ferðahandbókin "Á ferð um Ísland" er nú komin út. Útgáfufélagið Heimur gefur bókina út á þremur tungumálum; íslensku, ensku og þýsku. Enska útgáfan Around Iceland hefur komið út samfellt í 35 ár, íslenska útgáfan Á ferð um Ísland kemur nú út í 20 sinn en þýska útgáfan Rund um Island kemur nú út í 13 sinn.  Ritunum er dreift í 105.000 eintökum á alla helstu ferðamannastaði landsins sem eru um fimm hundruð talsins. Í bókinni er umfjöllun um hvern landshluta, þjónustulistar sem eru uppfærðir árlega í samstarfi við heimamenn, ásamt kortum þar sem gististaðir, tjaldsvæði og sundlaugar eru númeraðar á svæðum utan þéttbýlis.  Sambærileg kort eru einnig frá helstu þéttbýlisstöðum landsins. Þá er einnig að finna hálendiskafla með hálendiskorti og þjónustulistum í bókinni. Fremst í bókinni er síðan að finna ýmsan fróðleik um land og þjóð, það helsta sem er á döfinni í sumar, afþreyingu og margt fleira. Miklar vinsældir Íslandsbóka Heims hafa fyrir löngu sannað gildi þeirra. Sumarið 2008 var gerð könnun meðal erlendra ferðamanna á notkun bókanna og kom í ljós, að meira en þriðjungur þeirra  notaði bækurnar og 48% þýskumælandi ferðamanna notaði Rund um Island.   Fjöldi fallegra ljósmynda, m.a. eftir Pál Stefánsson ljósmyndara Heims,  skreyta bækurnar og er hægt að kaupa myndirnar á www.heimur.is   Auglýsingasala gerir kleift að dreifa bókunum ókeypis en í ár prýðir fjöldi nýrra auglýsingasíðna bækurnar. Margar af nýju auglýsingasíðunum hafa verið hannaðar hjá Heimi. Þess má auk þess geta að bækurnar eru einnig birtar í vefútgáfu á www.heimur.is/world  Ritstjóri bókanna er Ottó Schopka.
Lesa meira

Málþing um gæða og umhverfismál í ferðaþjónustu

Miðvikudaginn 12. maí kl. 14-16 verður haldið málþing um gæða og umhverfismál í ferðaþjónustu  á Grandhótel í Reykjavík. Hægt er að skrá sig á málþingið hér að neðan en það verður einnig sent út beint á Netinu. Smellið hér til að fylgjast með beinni útsendingu Flutt verða fjögur erindi og á meðal fyrirlesara er Geoff Penrose ráðgjafi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Qualmark í Nýja Sjálandi. Erindi hans kallast "Building better tourism experiences, the Qualmark New Zealand story" og er það flutt á ensku. Að loknum framsögum segja nokkrir ábyrgir rekstraraðilar  í ferðaþjónustunni reynslusögur af þátttöku sinni í gæða- og umhverfisverkefnum. Að erindunum loknum fer fram  Afhending EDEN (European Destination of Excellence) verðlaunanna fyrir árið 2010. Málþingið er haldið af Ferðamálastofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtökum ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtökum Íslands og er öllum opið. Skráning á málþing Dagskrá: 14:00  Sýn Ferðamálastofu á gæða- og umhverfismál   Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri 14:15 Building better tourism experiences, the Qualmark New Zealand story  Geoff Penrose, ráðgjafi og fv. framkvæmdastjóri Qualmark 14:45 Hvað ber að varast í gæða- og umhverfisvottun  Anne Maria Sparf, Umhverfisstofnun 14:55 Líklega þróun í gæða- og umhverfismálum á komandi árum  Stefán Gíslason, Environice 15:05  Fyrirspurnir Reynslusögur úr ferðaþjónustunni frá ábyrgum rekstraraðilum 15:25  Ferðaþjónusta Bænda, Berglind Viktorsdóttir 15:30  Hópbílar, Pálmar Sigurðsson 15:35  Farfuglaheimilin, Sigríður Ólafsdóttir 15:40 Elding Hvalaskoðun, Rannveig Grétarsdóttir 15:45  Íslenskir fjallaleiðsögumenn, Einar Torfi Finsson 15:50 Afhending EDEN (European Destination of Excellence) verðlaunanna fyrir 2010 16.00  Þinglok Fundarstjóri: Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður þróunarsviðs Ferðamálastofu Skráning á málþing
Lesa meira