Fréttir

Stærsta ferðasumar sögunnar í Húnaþingi

Í frétt frá Selasetri Íslands á Hvammstanga kemur fram að nú sé orðið ljóst að sumarið 2009 sé eitt stærsta ferðasumar í Húnaþingi vestra frá upphafi. Flestir ferðaþjónustuaðilar í héraðinu telja að um umtalsverða aukningu hafi verið að ræða frá fyrra ári, þá einkum í júní og ágúst, og hleypur aukningin hjá flestum á bilinu 50-150%. Umferð um Vatnsnes hefur verið þung í sumar þar sem þúsundir manna hafa skoðað seli og notið fagurrar náttúru. Hlutfallslega hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mest en aukning innlendra ferðamanna var einnig þó nokkur. Aðstandendur kynningarátaksins Á selaslóðum, sem styrkt var af Vaxtarsamningi Norðurlands vestra, vakti heilmikla athygli á svæðinu sem ákjósanlegum áfangastað fjölskyldunnar, segir í fréttinni. Mikil aukning hjá SelastrinuKomum ferðamanna í Selasetur Íslands fjölgaði um tæp 47% í ágústmánuði miðað við sama tíma í fyrra, þar af fjölgaði Íslendingum um 18% en erlendum ferðamönum um 57%. Heildarfjölgun íslenskra gesta setursins fyrstu átta mánuði ársins er tæp 32% en erlendra gesta um 62%. Þann 1. september voru gestir setursins orðnir 5804, en það er 51% aukning frá fyrra ári. Sala aðgangseyris jókst að sama skapi um tæp 90%.
Lesa meira

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í ágúst

Tæplega 246 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í ágústmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta eru 6,2% færri farþegar en í ágúst 2008. Frá áramótum hafa rúmlega 1,2 milljónir farþegar farið um völlinn en til samanburðar þá voru þeir tæplega 1,5 milljónir á sama tímabili í fyrra, sem er 19,4% fækkun, líkt og sjá má í töflunni hér fyrir neðan. Þannig er fækkunin í ágúst mun  minni en verið hefur aðra mánuði ársins. Þá má líkt og verið hefur búast má við að samdráttur í ferðum Íslendinga vegi hlutfallslega hærra í þessum tölum en nemur fækkun í heimsóknum erlendra gesta. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir ágúst en í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni og þá kemur þetta betur í ljós.   Ágúst 09. YTD Ágúst.08. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 112.582 516.890 120.021 653.988 -6,20% -20,96% Hingað: 100.434 525.604 115.906 664.460 -13,35% -20,90% Áfram: 2.254 33.526 1.970 21.989 14,42% 52,47% Skipti. 30.521 128.298 33.604 153.825 -9,17% -16,59%   245.791 1.204.318 271.501 1.494.262 -9,47% -19,40%
Lesa meira