Fréttir

Fækkun farþega 31,3% á fyrsta ársfjórðungi

Tæplega 93 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í marsmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Frá áramótum, það er á fyrsta ársfjórðungi, fóru tæplega 379 þúsund farþegar um völlinn sem er 31,3% samdráttur sé miðað við sama tímabil í fyrra. Fækkunin í mars nemur 37% en hafa ber í huga í þessu sambandi að í fyrra taldist páskaumferðin með marsmánuði en kemur inn í apríltölur í ár. Farþegar á leið frá landinu voru 41.678 í mars síðastliðnum en á leið til landsins voru 41.198 farþegar. Áfram- og skiptifarþegum fækkar einnig á milli ára. Nánari skiptingu má sjá í töflunni hér að neðan. Líkt og í janúar og febrúar má búast við að samdráttur í ferðum Íslendinga vegi hlutfallslega hærra í þessum tölum en nemur fækkun í heimsóknum erlendra gesta. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir marsmánuð en í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni og þá kemur þetta betur í ljós.   Mars.09. YTD Mars.08. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 41.678 115.884 65.477 170.149 -36,35% -31,89% Hingað: 41.198 109.233 66.519 170.172 -38,07% -35,81% Áfram: 3.365 16.409 2.701 7.096 24,58% 131,24% Skipti. 6.385 18.509 12.272 31.123 -47,97% -40,53%   92.626 260.035 146.969 378.540 -36,98% -31,31%
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum frá ferðaþjónustu í samkeppnis- og nýsköpunaráætlun ESB

Auglýst hefur verið til umsóknar verefnið "Networks for the Competitiveness and sustainability of European tourism". Umsóknarfrestur er til 30. júní 2009. Í þessu verkefni er markmiðið að auka samkeppnishæfni lítilla (micro) og meðalstórra fyrirtækja innan ferðaþjónustu. Einnig er lögð áhersla á að styðja við samstarfsnet þessara fyrirtækja, svæðisbundið og á milli svæða sem og að miðla þekkingu til fyrirtækja um góða viðskiptahætti sem stuðlað gætu að aukinni nýsköpun innan ferðaiðnaðarins. Allar nánari upplýsingar, vinnuáætlun og leiðbeiningar fyrir umsækjendur er að finna á slóðinni  http://ec.europa.eu/enterprise/newsroom/cf/itemlongdetail.cfm?item_id=2929&lang=en Á þeirri síðu er boðið upp á leit að samstarfsaðilum - en einnig er hægt að fá aðstoð við þá leit hjá Evrópumiðstöð Impru.  Í "Calls for proposal" á bls 4 -5 eru reglur um samstarfsaðila, sjá http://ec.europa.eu/enterprise/newsroom/cf/document.cfm?action=display&doc_id=2599&userservice_id=1&request.id=0 Dæmi um verkefni sem komust áfram 2008, sjá http://ec.europa.eu/enterprise/tourism/docs/other_documents/networkscall2008_winningproposals_en.pdf
Lesa meira