Fréttir

Magnús Oddsson verkefnisstjóri Golf Iceland

Magnús Oddsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Golf Iceland. Þetta er kemur fram í nýju fréttabréfi samtakanna sem kom út í dag. Meðal efnis eru fréttir af markaðs-  og kynningarmálum, vinnu við vef og sagt frá málþingi sem verður í apríl. Aðilar að samtökunum eru 18 holu golfvellir á Íslandi, nokkur ferðaþjónustufyrirtæki svo og Golfsamband Íslands og Ferðamálastofa. Unnið hefur verið að gerð kynningarefnis og ýmsu fleiru og vefur samtakanna var opnaður í október síðastliðnum. Magnús gegnir jafnframt stjórnarformennsku í samtökunum. Aðalfundur og málþing Aðalfundur Golf Iceland verði haldinn mánudaginn 20. apríl nk. Í tengslum við fundinn verður haldið málþing um golf og ferðamennnsku. Aðalerindi málþingsins flytur Paul Walton framkvæmdastjóri International Association of Golf Tour Operator en innan þeirra samtaka eru m.a. 323 ferðaheildsalar í 48 löndum auk fjölda flugfélaga, hótela og fleiri. Hann mun ræða um golf og ferðamennsku með sérstakri vísan til þessara nauðsynlegu tengsla við söluaðilana, mikilvægi vörunnar fyrir þá, dreifileiðir o.fl. Nánari upplýsingar um aðalfund og málþingið verða sendar síðar en vert er að taka síðdegið frá. Fréttabréfið í heild má nálgast hér að neðan. Fréttabréf Golf Iceland - mars 2009 (PDF)
Lesa meira

Færri gistinætur Íslendinga en fjölgun hjá erlendum gestum

Gistinætur á hótelum í janúar síðastliðnum voru 54.800 en voru 58.500 í sama mánuði árið 2008, samkvæmt tölum Hagstofunnar sem birtar voru í dag. Fækkun gistinátta í janúar má eingöngu rekja til Íslendinga því þeim fækkaði um 33% en gistinóttum útlendinga fjölgaði um 6% á milli ára. Gistinóttum fækkaði í öllum landshlutum nema á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða þar sem gistóttum fjölgaði um 6% miðað við janúar 2008. Hlutfallslega fækkaði gistinóttum mest á Austurlandi úr 1.400 í 650 eða um 54%. Gistinætur á Suðurlandi voru 2.700 í janúar og fækkaði um 10% frá fyrra ári, á Norðurlandi voru 1.700 gistinætur sem er 6% minna en í janúar 2008. Gistinóttum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði einnig 6%, voru 45.400 samanborið við 48.200 í janúar 2008. Hagstofan vekur athygli á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið.  Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. 
Lesa meira

Markaðsstofa Austurlands 10 ára - afmælishátíð

Um þessar mundir eru liðin 10 ár frá stofnun Markaðsstofu Austurlands, elstu markaðsstofu landshlutanna. Af þessu tilefni verður haldin afmælishátíð á Hótel Héraði á Egilsstöðum nú á laugardaginn, 7 mars.  Dagskrá: Kl. 15:00 - 18:00 AFMÆLISMÁLÞING? Ávarp menntamálaráðherra Katrínar Jakobsdóttur? Ávarp formanns MA, Skúla Björns Gunnarssonar? Stofnun MA rifjuð upp. Ásmundur Gíslason, fyrrum form. FAUST? Ferðaþjónusta á Austurlandi áður fyrr. Sveinn Sigurbjarnarson? Ferðaþjónusta á Austurlandi í dag. Berglind og Sævar á Mjóeyri  Kaffihlé ? Niðurstöður ferðamannakönnunar 2008. Rögnvaldur Guðmundsson? Stefnumótun kynnt og afhjúpað nýtt merki og kjörorð Austurlands? Opnað fyrir umræður og ávörp gesta Málþingsstjóri: Ásta Þorleifsdóttir framkvæmdastjóri MA Kl. 18:00 FordrykkurKl. 19:00 Hátíðarkvöldverður með skemmtidagskrá? Viðurkenningarnar Frumkvöðullinn og Kletturinn afhentar? Tónlist og skemmtiatriðiVeislustjóri: Magnús Már Þorvaldsson3ja rétta kvöldverður kr. 3.900. Vinsamlega staðfestið þátttöku á heida@east.is 
Lesa meira

Ferðaþjónusta, náttúra og samfélag - Sjálfbærni á tímamótum

Fimmtudaginn 12. mars næstkomnadi kl. 13:00-17:00 gengst Félag umhverfisfræðinga á Íslandi fyrir málþinginu "Ferðaþjónusta, náttúra og samfélag". Það er haldið í aðalhúsnæði Háskólans á Akureyri, Sólborg, sal L201. Málþingið er númer tvö í röð málþinga sem félagið stendur fyrir undir yfirskriftinni Sjálfbærni á tímabótum. Sjónum verður beint að tilurð, mótun og sérstöðu íslenskrar ferðaþjónustu, vexti hennar, stöðu og þolmörkum og rætt um tengsl og upplifun fólks af náttúrunni. Þá verður fjallað um vöruþróun og stefnumótun á grunni sjálfbærni og rætt sérstaklega um sjálfbæra ferðaþjónustu á Norðurlandi. Búist er við auknum fjölda innlendra og erlendra ferðamanna á Íslandi á komandi misserum. Tryggja þarf að fjölgun ferðamanna hafi ekki í för neikvæð áhrif á náttúru Íslands og einstök byggðarlög. Þekking á þolmörkum náttúru og samfélags og hvernig þróa má ferðaþjónustu í átt að sjálfbærni eru lykilatriði í þessu sambandi, segir í tilkynningu um málþingið. Dagskrá málþings SetningGuðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Félags umhverfisfræðinga á Íslandi Ferðaþjónusta á tímamótum? Tilurð ferðaþjónustu á Íslandi og sjálfbærniGunnar Þór Jóhannesson, nýdoktor, Mannfræðistofnun, Háskóla Íslands Ferðaþjónustan í dag og líkleg þróun Elías Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu Þolmörk náttúru og samfélags í ferðaþjónustuAnna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í ferðamálafræðum, Háskóla Íslands Upplifun og tengsl fólks við náttúrunaJakob Frímann Þorsteinsson, aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ og stundakennari við Hólaskóla KAFFIHLÉ Vöruþróun í ferðaþjónustu á grunni sjálfbærni - mikilvægi samræmdrar svæðisbundinnar stefnumótunarEdward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála Sjálfbær ferðaþjónusta á NorðurlandiÁsbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi UMRÆÐUR Fundarstjóri: Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Allir velkomnir Dagskrá sem PDF til útprentunar  
Lesa meira

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í febrúar

Rúmlega 83 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í nýliðnum febrúarmánuði, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta er tæplega fækkun 28% farþega á milli ára, það er miðað við febrúar í fyrra. Farþegum á leið frá landinu hefur frá áramótum fækkað um 29% en farþegum á leið til landsins um 34,4%. Áfram- og skiptifarþegum hefur á hinn bóginn fjölgað um 8,2%. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu. Væntanlegar eru tölur frá Ferðamálastofu um talningu farþega sem fara um völlinn þar sem hægt er að sjá skiptingu eftir þjóðerni.   Feb.09. YTD Feb.08. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 35.954 74.206 52.908 104.672 -32,04% -29,11% Hingað: 36.071 68.035 52.085 103.653 -30,75% -34,36% Áfram: 5.757 13.044 1.847 4.395 211,69% 196,79% Skipti. 5.332 12.124 8.124 18.851 -34,37% -35,69%   83.114 167.409 114.964 231.571 -27,70% -27,71%
Lesa meira

Ferðamannalandið Ísland kynnt í Japan

Ólöf Ýrr Atladóttir Ferðamálastjóri er nú stödd í Tókíó þar sem Útflutningsráð Íslands og Ferðamálastofa, í samvinnu við sendiráð Íslands í Japan, kynna Ísland og viðskiptatækifæri á Íslandi. Áhersla verður lögð á að kynna íslenska ferðaþjónustu og tækifæri hér á landi til fjárfestinga. Samtals taka 14 fulltrúar fyrirtækja og stofnana þátt í ferðinni auk forsvarsmanna Útflutningsráðs og Ferðamálastofu. Í viðskiptasendinefndinni eru fulltrúar sjö ferðaþjónustufyrirtækja sem munu kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Fulltrúar Fjárfestingarstofu munu kynna kosti Íslands sem tökustað fyrir kvikmyndir af ýmsu tagi, auk þess að eiga viðræður við fulltrúa japanskra fyrirtækja sem sýnt hafa áhuga á fjárfestingum á Íslandi á nokkrum sviðum. Einnig verður hugað að nýjungum í sölumálum á sjávarfangi á Japansmarkaði. Á fundi hjá Japansk-íslenska viðskiptaráðinu á morgun munu gefast tækifæri til að koma á framfæri upplýsingum um stöðu mála hér á landi og ítreka þá staðreynd að grunnatvinnuvegir þjóðarinnar standa enn traustum fótum.
Lesa meira