Ráðstefna um strandmenningu
05.10.2007
Strandmenning Íslands, staða hennar og framtíð, er viðfangsefni ráðstefnu sem haldin verður á Radisson SAS hótel Sögu þann 5. október næstkomandi. Þar eru á dagskrá fjöldi áhugaverðra fyrirlesra sem tengjast strandmenningu með einum og öðrum hætti.
Að ráðstefnunni standa Íslenska vitafélagið, Ferðamálastofa, Ferðamálasamtök Íslands, Siglingastofnun, Þjóðminjasafn Íslands, Húsafriðunarnefnd, Fornleifavernd ríkisins og Samtök Íslenskra Sjóminjasafna.
Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Íslenska vitafélagsins, setur ráðstefnuna en síðan flytur Össur Skarphéðinsson, ráðherra byggðamála og verðandi ferðamálaráðherra, ávarp. Einar Kristinn Guðfinnsson, ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar, flytur einnig ávarp síðar á ráðstefnunni. Efni ráðstefnunnar skiptist í 4 meginþætti og innan hvers um sig eru fluttir nokkrir fyrirlestrar.
Auður og atvinna við haf og strönd
Hvað geta Íslendingar lært af nágrönnum sínum?
Að virða sinn menningararf
Tækifæri bragðlaukanna
Ráðstefnugjald:er 6000 krónur og innifalið eru ráðstefnugögn, hádegisverðarhlaðborð og kaffi. Skráning á ráðstefnuna er hér fyrir neðan Nánari upplýsingar: 466 1266 eða 695 1266
Skráning á ráðstefnuna Strandmenning Íslands, staða hennar og framtíð
Dagskrá ? prentvæn útgáfa (PDF)
Dagskrá:09:00 Innritun og afhending gagna09:30 Setning ráðstefnu: Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Íslenska vitafélagsins09:40 Ávarp: Össur Skarphéðinsson, ráðherra byggðamála og verðandi ferðamálaráðherra
Auður og atvinna við haf og ströndUmræðustjóri: Ragnhildur Sigurðardóttir, Landbúnaðarháskólanum Hvanneyri
09:50
Fornminjar við strendur landsins - staða og tækifæriAgnes Stefánsdóttir, Fornleifavernd ríkisins
10:05
Vitar sem hluti íslenskrar strandmenningar Magnús Skúlason, Húsafriðunarnefnd ríkisins
10:20
Strandmenningarbærinn Húsavík. Hörður Sigurbjarnarson, framkvæmdastjóri Norður-Siglingar, Húsavík
10:35
Pallborðsumræður um stöðuna. Fyrirlesarar, ásamt Ragnari Edwardssyni, minjaverði Vestfjarða og Elíasi Bj. Gíslasyni, Ferðamálastofu
11:00 Kaffihlé
Hvað geta Íslendingar lært af nágrönnum sínum? Umræðustjóri: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Háskólanum á Hólum
11:20
Staða og stefna strandmenningar í NoregiGeir Tvedt, ráðgjafi hjá Riksantikvaren
11:45
Världsarvet Höga Kusten Ernst Thurdin, Kramfors kommun í Svíþjóð
12:15
Pallborðsumræður: Hvað geta Íslendingar lært af nágrönnum sínum?Fyrirlesarar, ásamt Pétri Rafnssyni, Ferðamálasamtökum Íslands, Valdimar Harðarsyni, landlagsarkitekt og Öldu Davíðsdóttur, Patreksfirði 12:35 Hádegishlé
13:20 Ávarp: Einar Kristinn Guðfinnsson, ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar.
Að virða sinn menningararfUmræðustjóri: Arnheiður Hjörleifsdóttir, Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 á Íslandi
13:30
Sjóminjasöfn ? Vettvangur íhaldssemi og nýsköpunarÖrlygur Kristfinnsson, Síldarminjasafninu á Siglufirði
13:45
Þjóðtrú sjómannaHlíf Gylfadóttir, mannfræðingur
14:00
Kveðið við haf og ströndGunnsteinn Ólafsson, tónlistarmaður
14:15
Pallborðsumræður: Hvernig er best að koma arfleiðinni til skila?Fyrirlesarar, ásamt Þorvaldi Friðrikssyni, fréttamanni og Guðmundi Páli Ólafssyni, rithöfundi14:45 Kaffihlé
Tækifæri bragðlaukannaUmræðustjóri Laufey Haraldsdóttir, Háskólanum á Hólum
15:15
Súrt og kæstGuðmundur Guðmundsson, matvælafræðingur
15:30
Úr faðmi hafsinsGunnar Karl Gíslason, matreiðslumeistari Vox restaurant
15:45
Pallborðsumræður: Tækifæri bragðlaukannaFyrirlesarar, ásamt Guðrúnu Hallgrímsdóttur frá Matur, saga, menning og Pétri Ágústssyni, útgerðarstjóra Sæferða i Stykkishólmi 16:15 Samantekt: Guðrún Helgadóttir, Háskólanum á Hólum16:30 Ráðstefnuslit
Lesa meira