Fréttir

Ferðamálasamtök Íslands boða til aðalfundar í Varmahlíð

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands verður haldinn á Hótel Varmahlíð föstudaginn 25. og 26. nóvember 2005. Að samtökunum standa átta landshlutasamtök og að þeim eiga aðild ferðaþjónustuaðilar og sveitarfélög á viðkomandi svæðum. Formaður samtakanna er Pétur Rafnsson. Síðasti aðlfundur Ferðamálasamtaka Íslands var haldinn í Stykkishólmi fyrir ári síðan og var hann að venju vel sóttur. Dagskrá fundarins nú verður auglýst síðar hér á vefnum og í fjölmiðlum. Fulltrúar eru beðnir að skrá sig tímanlega á fundinn í síma 898-6635 og bókun herbergja er á Hótel Varmahlíð s. 464-4164.  
Lesa meira

Ísland kynnt í nýrri 66°Norður verslun í New York

Í dag verður opnuð 66°Norður verslun í Soho-hverfi New York-borgar. Verslunin selur fatnað undir merkjum 66°Norður en auk þess verður sjónum beint að íslenskri náttúru og listsköpun. Ferðamálaráð Íslands og  Iceland Naturally hafa meðal annars komið að verkefninu. Í versluninni, sem stendur við 158 Mercer Street, verður Ísland kynnt með margvíslegum hætti. Myndum af íslenskri náttúru verður varpað á stór sýningartjöld í versluninni auk þess sem sýnd verða myndbönd með hvers konar útivist sem stunduð er hér á landi. Einnig munu íslenskir listamenn troða upp þá tvo mánuði sem búðin verður opin en henni verður lokað aftur um áramótin.
Lesa meira

Starf forstöðumanns Ferðamálaseturs Íslands auglýst laust til umsóknar

Starf forstöðumanns Ferðamálaseturs Íslands hefur verið auglýst laust til umsóknar. Um er að ræða sameiginlega stöðu forstöðumanns Ferðamálasetursins og lektors, dósents eða prófessors við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri starfrækja sameiginlega Ferðamálasetur Íslands sem er miðstöð rannsókna, fræðslu og samstarfs í greinum sem tengjast ferðamálum. Stjórn setursins skipa sjö aðilar frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Hólaskóla, Ssamtökum ferðaþjónustunnar og Ferðamálaráði Íslands. Forstöðumaðurinn mun hafa starfsaðstöðu við Ferðamálsetur Íslands í Háskólanum á Akureyri. Skoða auglýsingu (PDF)  
Lesa meira