Fara í efni

Vinnustofur í Sviss, Belgíu og Hollandi 2018 - skráning

Íslandsstofa stendur fyrir þremur vinnustofum í Mið-Evrópu fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu dagana 24.-26. apríl 2018. Fyrsta vinnustofan verður haldin í Zürich 24. maí, þann 25. apríl verður efnt til vinnustofu í Antwerpen og þriðja vinnustofan fer fram 26. apríl í Amsterdam.

Á vinnustofunum gefst fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta¬samböndum við innlenda ferðaþjónustuaðila. Haldin verður stutt kynning um áfangastaðinn Ísland fyrir gesti svo og kynning á mörkuðunum fyrir íslensku fyrirtækin.

Verð og skráning:

Verð pr. vinnustofu er að hámarki kr. 150.000 á fyrirtæki (1-2 starfsmenn). Athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði. Þeir sem bóka sig á alla þrjá staðina hafa forgang. Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Reiknað er með að hópurinn gisti og ferðist saman.

Áhugasamir eru hvattir til að fylla út skráningarblað á vef Íslandsstofu og senda á netföngin sigridur@islandsstofa.is og oddny@islandsstofa.is
fyrir 19. desember nk.

Þeim sem óska eftir frekari upplýsingum er bent á að hafa samband við Sigríði Ragnarsdóttur eða Oddnýju Arnarsdóttur á fyrrgreind netföng en einnig má nálgast upplýsingar í síma 511 4000.