Vinnustofur í Suðaustur-Asíu

Íslandsstofa áformar að halda Íslandskynningar og vinnustofur í Suðaustur-Asíu dagana 9.- 13. apríl 2018 ef þátttaka verður næg. Fundirnir verða haldnir í borgunum Bangkok, Kuala Lumpur, Jakarta og Maníla og er tilgangur þeirra að kynna heimamönnum framboð á þjónustu við ferðamenn á Íslandi.

Áhugasamir um þátttöku eru beðnir að fylla út skráningareyðublað á vef Íslandsstofu og senda á netfangið thorleifur@islandsstofa, fyrir 15. desember nk.

Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa eða í síma 511 4000.