Vinnustofur í Ísrael

Íslandsstofa áformar að halda Íslandskynningar og vinnustofur í Ísrael dagana 10.- 12. september nk. ef næg þátttaka næst.

Fundirnir verða haldnir í borgunum Tel Aviv og Jerúsalem og eru m.a. unnir í samvinnu við The Israel Association of Travel Agencies & Consultants.

Tilgangur fundanna er að kynna heimamönnum framboð á þjónustu við ferðamenn á Íslandi í ljósi þess að boðið verður upp á beint flug milli Keflavíkur og Tel Aviv frá 12. september nk.

Áhugasamir um þátttöku eru beðnir að fylla út skráningareyðublað á vef Íslandsstofu og senda á netfangið thorleifur@islandsstofa, fyrir 16. júní nk.

Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa eða í síma 511 4000.