Fara í efni

Vinnustofur í Bandaríkjunum 3.- 5. október 2017 - skráning

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofum á austurströnd Bandaríkjanna fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu dagana 3.- 5. október 2017. Að þessu sinni verða borgirnar Pittsburg, Philadelphia og New York sóttar heim.

Í vinnustofunum gefst fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta¬samböndum við ferðaþjónustuaðila á staðnum. Haldin verður stutt kynning um áfangastaðinn Ísland fyrir kaupendur og því næst boðið upp á vinnufundi milli íslensku fyrirtækjanna og gestanna.
Verð og skráning:
Heildarkostnaður fyrir allar vinnustofurnar er að hámarki kr. 400.000 á fyrirtæki. Athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði. Áhugasamir eru beðnir um að fylla út meðfylgjandi skráningarblað á vef Íslandsstofu og senda á margret@islandsstofa.is
fyrir 28. apríl nk.

Nánari upplýsingar veitir Margrét Helga Jóhannsdóttir, margret@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.